Blessað veri fólkið!
Ég var að velta fyrir mér, nú á ég litla og sæta gárasprútlu að nafni Geirþrúður Skagfjörð :o), hún er að verða eins árs. Er orðið of seint að temja gára þegar þeir eru orðnir eins árs? Og ef það er ekki of seint, gætuð þið bent mér á einhverjar góðar heimasíður um tamningu á svona fuglum? Ég leyfi henni stundum að fljúga um herbergið mitt, en henni finnst ekkert gaman að fljúga, hún fær sér bara spássitúr um herbergið mitt…er það alveg eðlilegt? Ég leyfði henni að fljúga um herbergið mitt í gær og hún byrjaði að flögra um og klessa á veggina og var alveg við það að rota sjálfa sig. Svo virðist henni leiðast alveg hrikalega. Samt hef ég útvarpið alltaf í gangi (hún er að verða búin að læra öll lögin á Bylgjunni :o) ) og leik við hana þegar ég kem heim úr skólanum. Svo er hún með alls kyns dót í búrinu. Er páfagaukurinn minn bara svona hrottalega latur eða er eitthvað að?
Svo var ég svona líka að spá í hversu mikið að gæludýrum fólk hefur svona að meðaltali átt hérna? Ég hef átt 3 aðra páfagauka, 2 kanínur, 2 skjaldbökur, u.þ.b. 300 fiska, 5 snigla, nokkrar köngulær :o), 2 mýs og svo átti ég húsflugu í 1 dag þegar ég var lítil :o)
Og annað sem ég var líka að spá í!!! Hvaða hrikalega framtaksleysi er það að það sé bara hunda og katta áhugamál hérna? Mér fyndist nú alveg sjálfsagt mál að hafa fleiri gæludýraáhugamál hér heldur en þessi tvö, ég skil ekki af hverju eru ekki páfagauka og fiska áhugamál hérna og svo mætti alveg líka vera nagdýraáhugamál og margt fleira. Mér finnst það frekar skrýtið miðað við hvað þetta er nú helvíti fín síða að fleiri gæludýraáhugamál séu ekki komin inn…
Takk fyrir mig :o)
Wiccan