Í næsta nágrenni Reykjavíkur, í skjóli fjallanna, stendur til að koma á fót gæludýrakirkjugarði á næsta ári.
Kristján Mikkaelson, blikksmiður og bóndi er búinn að vera í hugleiðingum í langan tíma að setja á stofn gæludýrakirkjugarð á landspildu sinni að Hurðarbaki í Laxárdal.
Staðsetningin gæti ekki verið betri. Í ca. 25 mín. fjarlægð frá Reykjavík, í óspilltri náttúrunni, mun, ef draumurinn verður að veruleika, fólki gefast kostur á að jarðsetja dýrin sín á friðsælum stað fjarri skarkala borgarinnar. Kristján hefur uppi áform um að koma upp aðstöðu fyrir eigendur dýranna sem þeir geta nýtt sér þegar þeir kjósa að vitja þeirra. Allt aðgengi verður haft eins þægilegt og hægt er þannig að þeir sem eiga erfiðara um gang komist leiðar sinnar.
“The more people I meet the more I like my cat.”