Ég hef orðið var við að fólk er ekki ánægt með að hafa bara hunda og katta áhugamál heldur vilji fá fleiri undirflokka. Ég er alveg hjartanlega sammála þessu. Maður sendir eitthvað inn á gæludýr og það er bara heppni ef einhver les það.
Svo mér finnst að við ættum að gera eitthvað í þessu og tala við vefstjóra og jafnvel gera undirskriftalista því eins og allir vita er oft á tíðum mjög erfitt að fá eitthvað svona samþykkt (ef margir svara hér og lýsa yfir áhuga þá væri kannski nóg að senda honum linkinn og vona það besta ;-).
Þá er bara spurningin um hvaða áhugamál viljiði ??
Fiska myndi líklegast verða vinsælt en ég veit að sumir myndu vilja skriðdýra aðrir fugla og svo framvegis….
En mér finnst eins og það vanti flokk fyrir flest dýr….
Jafnvel þó það héti bara gæludýr eins og yfirflokkurinn… Eða breyta yfirflokknum bara í dýr og hafa svo undirflokk gæludýr…. eða eitthvað
Þetta eru bara pælingar en endilega látiði vita hvað ykkur finnst.
Kv. catgirl