- www.dobermann.name -
"Hoppari"
Síðasliðinn þriðjudag ákvað ég að kaupa mér páfagauk. Ég fór í Dýraríkið í hádeginu til að kíkja á úrvalið og þar voru 2 litlir ungar á gólfinu, rosalega sætir - ljós blá en ekki með neitt stél… en ég hélt að það væri eitthvað sem myndi kannski koma síðar. Ég var alveg ákveðinn að taka strákinn, því hann var svo rosalega sætur. Svo fór ég aftur eftir vinnu til að sækja hann. Þá voru reyndar fleiri fuglar búnir að bætast við og þeir virtust allir vera með stél, svo ég spurði afgreiðslukonuna hvort þessir tveir væru eitthvað yngri af því þeir voru stéllausir, en hún sagði að þetta væri nokkurs konar fötlun, sem nefndist að þeir væru “hopparar” og gætu ekki og myndu aldrei geta flogið… Æ, æ, hugsaði ég og fór að skoða hina “ógölluðu” en ég var búinn að hugsa um litla strákinn allan daginn og var búin að hlakka svo rosalega til að fá hann, að ég gat ekki hugsað mér að velja annan. En svo fór ég heim með nýja hoppara-fuglinn minn, og svo illa/vel vildi til að ég fékk þessa leiðinda pest um kvöldið og var frá vinnu alveg þangað til í dag, svo ég fékk mikinn tíma til að kynnast nýja vininum mínu. Og það kom nefnilega í ljós að þetta er yndislegasti fugl sem ég hef á ævinni kynnst! Hann er svo ljúfur og góður, kemur strax á puttann minn, situr á öxlinni minni allan dagin, á meðan ég vaska upp eða hvað sem er og er hreinlega algjört ÆÐI! Stelpan í búðinni hafði að vísu sagt að það væri auðveldara að temja hopparana, og það er sennilega rétt. Ég hef allavegana áður átt fugl, fékk hann þegar ég var ca 9 ára sem og þá var hann ungi, en það gekk ekkert að temja hann, ef maður sleppti honum flögraði hann um allt og vildi ekkert með mann hafa, svo það endaði með því að ég gafst upp og hann fékk að verja restina af lífi sínu inni í búri… (hann var reyndar ekkert ósáttur við það, vildi helst ekkert út…) Þannig að mér finnst þessi - hann Kíkí minn, alveg einstakur og margir eru búnir að koma og skoða hann, m.a. 3 krakkagrísir með mikil læti og vildu allir prófa hann og helst allir í einu, svo það var mikill óróleiki í kringum hann greyið og ég skít vorkenndi honum karlinum, en hann var samt alveg eins og engill og leyfði þeim að hnoðast með sig og klappa sér og allt!!! Æ, hann er svo yndislegur, og öllum sem hafa séð hann finnst þetta mjög sérstakt hvað hann er spakur. Reyndar virðist hann alveg geta flogið, þrátt fyrir allt, er reyndar svolítill klaufi við að lenda og flýgur svolítið mikið á veggi… :( En mig langaði bara að deila hamingju minni með ykkur og kannski ég setji eina mynd hér af honum, þegar ég fer með filmuna í framköllun…