Sælt veri fólkið!
Jæja þá er það litla gáran mín, hún er búin að fíla það frekar vel að ég sé í fæðingarorlofi. En árin tvö þar á undan sem við áttum hana var hún vön að hafa bara útvarpið allan daginn meðan fólkið var úti.
Nú er ég að spá í, af því hún er orðin svo góðu vön, hvort ég eigi að fá maka handa henni þegar ég fer út að vinna aftur.
Vangaveltur:
Hún hættir að vera svona gæf (það var a.m.k. mín reynsla þegar ég fékk mér annan fugl þegar ég var krakki)
Líklega þyrfti ég stærra búr. Eða hvað? Hún á ágætt búr og það er alltaf opið, hún fær að fljúga eins og hún vill en hún elskar búrið sitt út af lífinu og þolir engar innrásir þar inn. Á ég kannski að setja þann nýja í sérbúr?
Er hún kannski orðin of gömul og ráðsett til að deila lífinu með öðrum fugli (hún er u.þ.b. 4-5 ára)?
Skiptir ekki máli hvort ég fæ karl eða konu handa henni? (verður hún bara “gay” ef ég kaupi kellingu?) :)
Svo hjálparhellur og þið sem vitið allt, upp með ráðgjöfina :)
Kveð ykkur,