Hér er smá fróðleikur um Naggrísi sem ég tók úr Dýrin mín.
Naggrísir eru frábær gæludýr fyrir fólk sem langar í ögrandi þjálfunarverefni. Þeir eru feimnari en kanínur og skjótast hratt undir næsta felustað ef hendi nálgast, en það er hægt að gera þá afar gæfa með smá þolinmæði og þá ertu komin með með vin sem verður til staðar fyrir þig næsta áratuginn. Naggrísir bíta sjaldan eða aldrei og verða mjög háðir eiganda sínum. Þegar þeir eru orðnir vanir fólki finnst þeim oft gott að kúra á þröngum stöðum(t.d. undir sæng eða í hálsakoti)tímunum saman, láta klappa sér, spjalla rólega við sig og gefa frá sér róandi kurr sem þýðir að þeim lýði vel. ÞEir læra að þekkja inná þig og heilsa þér með háum tístum og þekkja eiengur sína frá öðru fólki. Þeir eru alls ekki heimskir og geta lært ýmislegt ef vel er að þeim farið, þeir geta lært að gera stykkin sín á sérstökum stað og allskonar einföld trix. Allt fer þó eftir þolinmæði og hæfni eigandans!
Úti í náttúrunni mynda naggrísir stóra hópa, þar sem einstaklingar af báðum kynjum búa saman og eyða -llum stundum saman. Það gefur því augaleið að grísirnir eru miklar félagsverur og líður illa þurfi þeir að vera einir langann tíma á hverjum degi. Það er mælt með að hafa tvo grísi af sama kyni saman í búri og það kemur alls ekki í veg fyrir að þeir verði gæfir og skemmtilegir. Þeir hafa félagsskap hvor af öðrum á daginn þegar þú ert ekki heima og geta svo kúrt og leikið með þér þegar þú kemur heim.
Þegar þú eft að hugsa um búr fyrir naggrísinn þinn gildir einfaldlega reglan ,,Því stærra því betra''. Naggrísir fitna hratt og þurfa nægt rými til að hreyfa sig og örvandi umhverfi svo þeim leiðist ekki. Þeir eru lang hamingjusamastir ef þeir hafa nægt rými til að skoða og hreyfa sig í. Besta leiðin er að sjálfsögðu að smíga stórt og rumgott búr fyrir grísina þína en þar sem það eru ekki allir jafn hugmyndaríkir og laghentir duga stærstu búrin úr dýrabúðum vel.
Ég nenni ekki að skrifa meira svo ég geri framhald seinna