Betta Splendes, Bardagafiskur. Svæði: Taíland, Malasía, Sunnanverð Asía.

Hegðun: Tegundin er venjulega friðsæl við aðrar tegundir af svipaðri stærð, en tveir karlkins Bardagafiskar munu slást sem gæti leitt til dauða annars þeirra eða beggja. Þeir eiga það til að ráðast líka á aðrar svipaðar tegundir eða aðrar með langa ugga (t.d. gúbbíkarl). Kvenkyns bardagafiskar slást sjaldan.

Vatnsgæði: Þar sem þeir hafa eiginleg “lungu”, geta þeir lifað í litlum krukkum og kúlum. Hitastig ætti að vera frá 23-27 gráðum, þó þeir geti lifað við stofuhita, sýrustig í kringum hlutlaust (7.0pH) og general hardness ekki yfir 25gh (samt ekki of lítill).

Stærð: 5-6 cm.

Matur: Samþykkir mest allan venjulegan fiskamat.

Litir: Mörg litaafbrigði hafa verið gerð í þau mörgu ár síðan byrjað var að rækta þessa tegund. Til eru; grænn, blár, gulur, svartur, albino og margir aðrir hreinir sem blandaðir litir. Sjaldgæfastur af þessum litum er sennilega albino, en það er sagt að þa´ð sé ekki nema einn, sannur albino í hverjum 10.000 hrygningum (sem í hverju eru uþb. 300-400 hrogn).

Ræktun: Fyrir upplýsingar heimsækið: www.bettarus.com, www.bettastarz.com og síðu með linkum á aðrar síður, www.bettacave.com/links.html