Hæ ég átti Dísargauk í um 2ár og það var geggjað nema e-ð fór úrskeiðis í tal þjálfun því hann sagði bless þegar maður kom inn í herbergið og halló þegar maður fór…
Þeir skíta ekki mikið en samt alveg nóg miðað við stærð. Venjulegur matur + vítamín og það allt…
Láttu hann fljúga um herbergið þitt soldið mikið og settu hendina upp í loftið til að bjóða honum lendingar stað, ekki vera fúll ef það skeður ekki strax, hann verður að kynnast herberginu þínu strax mundu bara að hafa lokaða glugga.
Dísargaukar fíla geðveikt að vera úti en í búri samt og náttúrulega verður að vera geggjað veður. Þegar þú ert ekki heima er gott að hafa rólega músík á það er þeirra yndi, minn var farinn að blístra með Beethoven. Einu sinni gleymdi ég að slökkva á Body Count disk og var hann í gangi yfir helgi og alltaf þegar einhver sagði B, þá sagði hann C og einnig komu orðinn bitch og mutherfucker fyrir hjá honum, einkar óþægilegt þegar amma var að reyna að tala við hann..
Endilega láttu verða að því að kaupa þér Dísarpáfagauk því þeir eru skemmtileg en stundum háværir fuglar…
Gangi þér og skemmtu þér vel.
Arne