Ég er búinn að vera að pæla í að fá mér páfagauk (sjá grein: “Hvernig fugl?”) allt frá því síðan systa fékk sér gára.
Ég er ákveðinn í að fá mér Dísarpáfagauk (veit einhver hér um síðu sem fjallar um þá?).
Svo að ég fór að pæla, hvernig er best að þjálfa þá?
Er kannski best að láta hann bara vera þar til að hann venjist röddinni? Eða er kannski best að kenna honum að sitja á puttanum og segja nafnið hans oft og reglulega svo hann læri það?
Hvenær getur maður tekið hann og leift honum að fljúga um húsið?
Ég er líka áhyggjufullur um skítinn. Er einhvað sérstakt matarræði sem ég get haft hann á svo að þetta séu ekki allt slettur sem næst ekki úr teppunum?
Ég veit sjálfur ekkert um þessa fugla og vantar allar upplýsingar sem þið fuglaáhugamenn vitið um þá.
PS. Er einhver með dísarpáfagaukaunga í uppsiglingu?