Ef þú ætlar að kaupa stóran páfagauk þá verður það að vera ungi og hann þarf helst að vera handfóðraður (þ.e. af mönnum). Það er eina leiðinn til að fá fugl sem gæludýr því fuglar eru í eðli sínu villt dýr.
Alls ekki kaupa fugl úr dýrabúð. Sérstaklega ekki Fiskó. Ég keypti dísarpáfagauk af þeim. Þau lugu að mér að hann væri árs gamall en svo var hann með hring á fætinum (merkingu) og þar kom fram að hann væri 6 ára. Fuglarnir lifa sorglegu lífi, lokuð í búrum og enginn sinnir þeim (þá á ég ekki við mat og drykk). Þessi dýr verða aldrei gæludýr, þ.e. hænd að fólki, nema þá að einhver helgi sér að þeim 100% þá gætu þau farið að umbera manneskjuna!
African Grey eru auðveldari en kakadúar (cockatoo) þar sem þeir síðarnefndu eru mjög háværir að eðlisfari. Raunar er hægt að þekkja heilbrigðan og ánægðan kakadú á því að hann öskrar öðruhvoru. African Grey eiga auðvelt með að læra að tala, nánast án undantekningar en það þarf að passa að þeir verði ekki mannafælur og þýðist aðeins eigandann.
Þessir stóru fuglar eru mjög krefjandi. Að eignast þá er eins og að eignast barn, æviábyrgð fylgir. Þeir þarfnast margra klukkutíma umönnunar á dag auk pössunar ef fólk þarf að fara frá í lengri tíma (t.d. yfir helgi eða lengur). Ég myndi mæla með dísarpáfagauk (cockatiel) fyrir þig. Þeir geta orðið mjög hændir ef rétt er staðið að málum en eru ekki jafnkerfjandi. Það er þó meira krefjandi ef aðeins um einn fugl er að ræða. Dísarpáfagaukar geta lært orð, en ekki endilega. Það eru sérstaklega karlfuglarnir sem tala og þeir eru duglegir að læra að flauta líka. Kvenfuglarnir eru hljóðlátari (betra fyrir nágrannana!).