Að vera með stóran páfagauk er mikil vinna, ég er sjálfur með 2 stk Ara, (eins og á myndinni hérna uppi hægra megin) þessi dýr geta lifað í 70 til 100 ár, þeir þurfa amk 1 fermeter pr stk í pláss fyrir búrið sitt, og líka leiksvæði sem ekkert er heilagt. því þessi dýr naga mjög mikið og skemma þar af leiðandi mikið ef þeir fá að ganga lausir, það er bara þeirr eðli, einnig getur verið mjög mikill hávaði í svona gaukum, (130db hefur mælst) og svo er líka ansi mikill óþrifnaður af þessum dýrum, mikið af fínu ryki úr fjöðrunum,
þetta eru ókostirnir, en kostirnir eru það margir að þetta er allt þess virði að stand í…
þetta eru ótrúlega skemmtileg dýr, kjafta mikið, rífast, hlæja, leika sér eins og lítil börn, annar gaukurinn minn flýgur, en því miður minnkar sá eiginleiki með tímanum hjá fuglum í heimahúsum vegna þess að vöðvarnir visna með árunum vegna lítillar notkunar, eldri gaukurinn hjá mér var á heimili þar sem barn kom í heiminn, og þar með var friðurinn úti, gaukurinn fékk minni athygli og var afskiptur, og það má ekki gerast með þessi dýr vegna þess að þau eru gríðarlega mikið fyrir snertingu og félagsskap, svo þarftu einnig að hugsa til þess að það er ekki hægt að koma svona dýrum í pössun hvar sem er, því það er heljarinnar vinna að hugsa um svona dýr, ég myndi ef ég væri þú vega þetta og meta, það þarf alls ekkert að koma illa við fuglinn þó nýr fjölskyldumeðlimur bætist á heimilið, það fer allt eftir því hvað þú sýnir fuglinum mikla athygli, einnig er algengt að ungabörn séu með ofnæmi fyrir þessu fuglaryki, þá þarftu að vera búin að undirbúa að einhver geti tekið fuglinn að sér í nokkur ár jafnvel, svo er bara að vanda vel til valsins á fuglinum í upphafi, reyna að ná í ungan fugl sem er ekki búinn að hænast að neinum, því fuglarnir líta á eigendur sína sem maka og yfirleitt taka þeir ástfóstri við aðeins einum aðila, alls ekki kaupa fugl sem er ekki með pappírana í lagi, og fyrir því eru nokkrar ástæður, fuglinn gæti verið smyglaður, og það er mjög mikið atriði að stöðva smygl á fuglum, og það gerum við með því að kaupa þá ekki, einnig gæti fuglinn verið alinn upp af foreldrum sínum (þ.e. fuglum) og þá verður hann aldrei gott gæludýr,
taka bara sinn tíma í þetta… :)