Málið er að þegar ég fékk hana hafði hún vanist á að hafa sandpappír í búrinu og ég hélt því áfram. Þangað til mér var ráðlagt (af gæludýrabúðareiganda) að prufa viðarkurl og gefa henni vel af skeljasandi í staðinn. Viðarkurlið kom vel út og ég nota það enn (það er mikið þrifalegra og hlýlegra) en litla snúllan mín hefur líklega ekki verið nógu dugleg við skeljasandinn og ég ekki fylgst nógu vel með henni.
Ég prufaði í einhverri rælni að skipta um sand stuttu eftir að ég skrifaði fyrri greinina og keypti einhvern voða fínan sand með ostruskeljum og fleiru. Eins og við manninn mælt, hún var bara hálf ofan í dallinum næstu daga á eftir. Og það hefur ekki borið á neinu ælustandi síðan. Málið er auðvitað að sandurinn kemur í staðinn fyrir tennur fuglanna þannig að fyrst hún vildi ekki fyrri tegundina þá hefur meltingin gengið illa hjá henni greyinu.
Þannig að ef einhver lendir í þessu - prufiði sandinn.
Svo nú á ég heilsuhraustan páfagauk og hamingjusama fjölskyldu!
Kveð ykkur,