En það er eitthvað sem amar að henni því á 2-3 vikna fresti er eins og hún fái heiftarlega kvefpest eða ælupest eða eitthvað sem lýsir sér þannig að hún hnerrar og hnerrar og ælir upp korninu sínu, verður öll slímug og vesældarleg. Þegar svona stendur á verður hún ofsalega aum og vill helst sitja á putta hjá einhverjum og láta tala blíðlega við sig daginn inn og út (sem er ekki líkt henni, hún er yfirleitt mjög sjálfstæður og ómannblendinn fugl).
Ég hef verið að gefa henni vítamín í vatnið og það virðist hafa einhver áhrif, köstin koma sjaldnar (þetta hefur staðið yfir í tæpt ár) en það er greinilega eitthvað að.
Hvað getur þetta verið, getur verið að fuglinn kvefist svona oft? Svo hristir hún þetta af sér á einum - tveimur dögum, vill þá fara í bað og er alveg endurnýjuð.
Veit einhver eitthvað um svona lagað….???
Kveð ykkur,