Mér datt í hug að skrifa smá um kanínunar mínar. Ég átti tvær dvergkanínur þá Guðfinn og Guffa sem eru að verða eins og hálfs árs og eins árs. Þeir er bestu dýr sem ég hef kynnst og voru mér alltaf mikill félagsskapur. Guðfinnur hann er grár með hvíta rönd á nefinu en Guffi hann er allur grár.
Þeir voru rosalega vinsælir hjá krökkunum þar sem ég bý og þau voru alltaf að spyrja hvenær þeir kæmu aftur. Það var sko þannig að þann 14 Mars þá veiktist ég alvarlega eftir aðgerð, og þá voru þeir hjá bróður mínum í allt sumar og núna í septemeber þegar ég var að koma heim aftur, þá ráðlagði læknirinn mér að vera ekki með kanínurnar lengur útaf rykinu frá þeim, því að það færi svo illa í lungun á mér. Ég neyddist því til þess að gefa þá báða :-( Það er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera en ég hugsaði að ég yrði að láta heilsuna mína ganga fyrir en þetta var alveg rosalega erfitt og það tók mig heilan mánuð að safna í mig kjark til þess að gera þetta. En sem betur fer fann ég gott heimili handa þeim og vona að þeir verði hamingjusamir. Eruð þið með einhverjar svona reynslusögur ? Það væri gaman að sjá þær hér. Ég sendi kannski seinna inn myndir af þeim sem ég á til.