Langaði til þess að deila með ykkur smá grein um kanínurnar mínar sem heita Heiða og Dúlla:)
Árið 2005 í lok janúar fór ég, mamma mín, vinkona og systir mín að sækja tvær kanínur.
Önnur þeirra var hún Heiða mín og hin hét Svana, en vinkona mín var að fara að fá hana.
Þegar við komum á staðinn voru allir voðalega spenntir að fá að sjá kanínurnar, og það voru nú ekki bara kanínur þarna, líka 4 eða 5 hundar:P
Hvað um það, við fáum kanínurnar og eigandinn segir okkur svona aðeins frá þeim og svoleiðis.
Þegar við komum útí bíl með þær, eru þær báðar settar í kassa, við vinkonurnar náttla alveg að dást af yndunum okkar;P
Og þegar heim var komið var allt gert tilbúið fyrir kanínuna.
En stuttu eftir að ég var búin að fá Heiðu, fór ég að gista hjá vinkonu minni sem átti Svönu og einnig kanínustrák sem hét Brúnó.
Um nóttina nær Heiða að opna búrið sitt og sleppa útúr bílskúrnum.
Þegar ég vakna um morguninn fæ ég alveg þvílíkt sjokk þegar að ég ætla að kíkja á Heiðu mína.
Þannig að við rjúkum út að leita af henni og finnum hana stuttu síðar.
Það var reyndar mjög erfitt að ná henni en gékk á endanum.
Þann 7 apríl fæddust svo 6 litlir og sprækir ungar í heiminn.
En ástæðan fyrir því að hún varð ungafull var sú að Brúnó var alltaf úti vegna þess að hann var vaninn á það og fór ekkert í burtu þar sem að hann bjó uppi í sveit;)
En já höldum áfram með söguna, 2 ungar voru brúnir og smá hvítir undir maganum, einn var brúnn og hvítur mjög líkur Heiðu og seinustu þrír voru hvítir og yrjóttir og mjög líkir Heiðu.
8 dögum eftir gotið dó einn unginn, hann hafði kafnað eða eitthvað svoleiðis:(
Hinir kanínuungarnir stækkuðu og döfnuðu, fengu nöfn og svona.
En þetta voru 3 kvk og 2 strákar.
Stelpurnar fengu nöfnin Dúlla, Bolla og Kjána, strákarnir fengu nöfnin Keli og Snúlli:)
Ungarnir enduðu á góðum heimilum, en hún Dúlla litla fékk að vera hjá okkur, sem að við vorum voðalega ánægð með:D
Tíminn leið hratt og Dúlla varð mikil frekja með tímanum, sem okkur fannst ansi leiðinlegt.
En svo kom aðþví að við þurftum að flytja þrisvar sinnum og þegar að við vorum að flytja í þriðja húsið var ákveðið að láta kanínurnar FARA.
Það voru erfiðar fréttir og erfitt að þola foreldri sitt fyrir að gera manni þetta.
Hinsvegar vorum við svo heppin að amma okkar og afi tóku við þeim.
Núna búa þær úti í kanínukofa í Keflavík og lýður þeim báðum æðislega vel :D:D
Takk fyrir að nenna að lesa þetta;D