Ég á tvo hamstra, brúnan og hvítan, báðir karlkyns og þeir deila með sér búri. Hingað til hafa þeir verið vinir og allt saman voðalega jolly hjá þeim. Þangað til í gær að þeir fóru að rífast geðveikt og þessi brúni var blóðugur og með sár hjá nebbanum sínum og þessi hvíti í taugaáfalli (hann virðist hafa unnið fætinginn).
Svo hef ég verið að fylgjast með þeim, og núna er geðveikt spenna á milli þeirra. Meðan annar er í hjólinu æðir hinn út um allt búr, klifrar í rimlumum og svo eftir 10 sec labbar hann yfir þann sem er í hjólinu og hendir honum út.. svona gengur þetta sikk sakk :( Hvað get ég gert? Hvernig getur maður stillt til friðar hjá hömstrum!? Ef ég set annað hlaupahjól fyrir þá að þá verður svo þröngt inn í búrinu hjá þeim.
Einhver sniðug ráð?