Apar Aparnir eru yfirleitt allstór spendýr, sem eiga eingöngu heima í heitum löndum og einkum í skógum.

Órangútaninn á heima í skógum í Austur-Indíum. Hann er á stærð við lágvaxinn mann og fljótt á litið líkur manni: Vöxturinn svipaður, augun vita beint fram, eyrun lík mannseyrum, hendur á framlimum, hann er rófulaus o.s. frv. En þó ber margt á milli: Órangútaninn er allur loðinn nema á andliti og lófum (iljum); framlimir hans eru mjög langir og sterkir, en afturlimir hans stuttir og enn fremur veikir, og á hvorum tveggja eru hendur, með löngum, liðugum og tilfinninganæmum fingrum, og eru á þeim flatar neglur. Innsti fingurinn getur gripið á móti hinum fjórum, utan um mjóa hluti, svo sem trágreinar. Órangútaninn er klifurdýr, sem heldur sig tíðast í limi trjánna, eins og apar, og koma þá hendurnar honum að góðu liði, en honum er erfitt um gang á sléttri jörð; hann gengur hálfboginn og hokinn og styður sig við hnúa framhandanna. Hann lifir á aldinum.

Tennurnar eru jafnmargar og svipaðar og í manni. Þó eru augntennurnar miklu hærri og hvassari, reglulegar vígtennur og góða venjur, sé á hann ráðist. Kjálkarnir eru mjög stórir og sterkir og kepnan því mjög frammynnt, en heilabúið er lítið. Þó er greindin töluverð, og hann lærir auðveldlega, eins og margir aðrir apar, ýmsa mannasiði. Apynjan á einn unga, einu sinni á ári, og sýnir honum mikla umönnun.

Í heitustu héruðum Afríku eru tveir apar, sem eru líkir órangútaninum og rófulausir eins og hann. Annar þeirra er górillan, mjög sterkur og grimmur api, er verður eins stór og maður. Hinn nefnist simpansi og er miklu minni og meinlaus. Allir þessir apar eru nefndir mannapar eða skógarmenn, af því að þeir eru svipaðastir mönnum. En til eru margir minni apar, sem líkjast fremur öðrum spendýrum og ganga algerlega á fjórum fótum.
Plempen!