Það var í fréttum í kvöld að fjölskyldu úti
í löndum var gert að losa sig við risastóra
kyrkislöngu sem var jafnbreið og eitt stykki
ungabarn.
Slangan gæti gleypt barnið í heilu lagi ef að
hún yrði svöng alltíeinu…eða bara fúl í skapinu
svo ekki sé talað um ef hvað myndi ske ef að
slangan myndi kreista eða “faðma” börnin aðeins
of fast… ekki að kyrkislöngur faðmi börn!
Hvað er fólk að hugsa að hafa svona flykki
skríðandi innan um börnin sín? Óvita sem að
kreista og klípa allt sem þeir komast í…
og hvað svo ef að slöngunni finnst þau vera
að meiða sig.. ekki hefur hún vit á að brosa
bara og færa sig undan… BBJJJJJAAKKKKKKKK!!
*hrollur*
Sumt fólk meira segja losar sig við hundana
sína ef að von er á barni í heiminn!
Allsekki að ég hafi neitt á móti hundum
þar sem ég á einn sjálf.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Og svo annað… heyrst hefur að karlmaður hérna
á íslandi sé að fá gefins kettlinga til þess að
fæða slönguna sína á!
Passið ykkur á fólkinu sem að er að fá gefins
kettlingana hjá ykkur…
Kveðja,
Gungun