Mig langar að troða skoðun minni fram :)
Þ.e.a.s. skoðun minni á að hafa rottur sem gæludýr.
Þegar ég ræði um þetta þá eru dæmigerð viðbrögð, “Ojjj.. ég æli.”, “Hættu að tala um þetta.”, “Ég vil ekki heyra þetta.” og “Þú ert viðbjóður.”
Það má vel vera að ég sé viðbjóður en ég er ekki sammála því að rottur séu viðbjóður.
Í raun eru þetta ein af gáfuðustu spendýrum jarðar, gáfaðari en kettir og hundar þó svo þeir hafi ekki sömu character einkenni. Ekki misskilja og halda það að ég sé eitthvað á móti köttum og hundum en ég er mikill kattarvinur og hef átt ketti nánast allt mitt líf.
En það er nú samt sem áður svo að rottur eru gáfaðari en kettir og hundar. Þú getur t.d. kennt rottu allt það sem þú getur kennt hundum og köttum, og meira til. Þú getur kennt henni að taka til eftir sig og tannbursta sig. Hún er örsnögg að læra að svara nafninu sínu o.s.fv.
Hvers vegna er það þá að fólki almennt er svona illa við rottur? ég held að það sé enfaldlega alið upp í manni að finnast þær ógeðslegar.
“Þær lifa í saur manna í holræsunum og eru þar af leiðandi smitberar.” er oft sagt. Við meigum ekki gleyma því að það er út af ofstæki okkar að þær þurfa að húma þar. Í raun eru rottur mjög þrifalegar, þrifalegri en margur maðurinn.
Sumum (aðallega stelpum) finnst halinn svo ógeðslegur, “Hann er hárlaus og hreyfist til og frá… oojj!”
Ég vil bara benda á að það er til annars konar hárlaus hali sem hreyfist og ekki segja þær ooojj við honum, þvert á móti. :D
Helstu kostir þess að eiga rottu sem gæludýr:
-Rottan er þrifaleg
-Hún er gáfuð
-Það fer ekki mikið fyrir henni
-Hún hefur fingur svo hún getur gert ýmislegt sem önnur dýr geta ekki.
-Þær eru sætar
-Eina nagdýrið sem þarf ekki að vera í búri
-Þú losnar við að fá snobbaðar frænkur i heimsókn.
Helstu gallar:
-Eiga það til að róta í skúffum og kössum þegar þeim leiðist
-Einhverjir viðkvæmir vinir/félagar gæti hætt að koma í heimsók (ath. gæti verið kostur)
Næst þegar þið sjáið rottu… prófið að virða hana fyrir ykkur með fordómalausu hugarfari.
Ég læt þetta nægja í bili.
Kveðja,
-Steini
Kveðja,