sko ég var að fá mér páfagauk í gær, hann er tveggja ára og
frekar styggur eins og kannski eðlilegt er. Hann á víst að vera
vanur að fljúga laus en vill ekki fara úr búrinu (ég hef það opið)
fór út reyndar í gærkvöldi og bara endaði á gólfinu…
.. hann samkjaftar ekki og syngur með allri tónlist en strax og
útvarpsmaðurinn fer að mala þá steinþegir hann, svo er hann
algjör frekja og tryllist ef vatnið er ekki ok. Hann er alltaf að
nudda sér uppvið spegilinn… ferlega sætur… Ég ákvað að
nefna hann Sylvester, en kalla hann samt bara bíbí…
málið er að ég vorkenni svo greyjinu, hann er í alveg nýju
umhverfi og er örugglega alveg skíthræddur, verður hann alltaf
svona styggur eða get ég gert eitthvað til að láta honum líða
betur? Ég er með hann inní stofu hjá mér og er oft hjá honum
og tala við hann eða flauta en ég er ekkert að atast með
hendina inn til hans eða neitt… er þetta bara tímaspursmál
eða get ég bara gleymt þessu??
kv. daja