Núna er karlinn einn eftir og hann er kannski ekki beint sýnilega leiður en ég veit að hann saknar hennar, hann bíbbar aðeins meira en vanalega, stundum öskrar hann meira að segja frekar lengi.
Er eitthvað sem ég get gert til að honum líði betur ? Honum líður reyndar ekkert illa eða neitt þannig, en hann er svolítið óöruggur því hann var einu ári yngri en hún og hefur aldrei áður verið einn í búri, hann elti hana alltaf ef þau voru úti og svoleiðis:)
Á ég bara að halda áfram að gera það sem ég geri vanalega, leika við hann og tala við hann eða er eitthvað meira sem ég ætti að gera ?
Endilega segið mér hvað þið gerðuð ef eitthvað svona hefur gerst hjá ykkar pásum…
Játs!