Við fórum og fengum okkur rosalega loðinn hamstur, í stíl við köttinn því hann er norskur skógarköttur og því rosalega loðinn.
Litla krílið var svo hræddur á leiðinni heim og grét svooo sárt. En þegar hann hafði vanist okkur var hann svo rólegur og góður…. eiginlega of rólegur. Hann hljóp aldrei frá okkur og stökk ekki úr höndunum á okkur.
En við elskuðum Mikka okkar svo mikið, við dekruðum hann og um tíma var kötturinn orðinn afbríðissamur.
En einn daginn fékk hann niðurgang, við ákváðum ekki að fara með hann til dýralæknis strax því ég hef nú oft hugsað um dýr með niðurgang og altaf gengur það yfir á sólahring, en eftir tvo daga var honum búið að versna, hann var með gröft í augunum og gat ekki opnað þau, hann var kaldur og gat varla hreyft sig úr máttleysi og borðaði ekkert. Svo við fórum með hann til læknis, hún lét okkur hafa sýklalyf og fleyra, næstu dagar og nætur fóru í það að gefa honum vatn á klukkutímafresti og hugsa um veslings Mikka sem treysti algerlega á okkar umsjá, en allt kom fyrir ekki greyið bara versnaði og versnaði og einn morguninn þegar kærasti minn tók hann upp gaf hann frá sér eitt tíst og dó svo í höndunum hans.
Þegar ég hugsa um það þá væri það ekkert skrítið ef að hann hafi verið eitthvað veikur frá upphafi því eins og ég sagði var hann mjög rólegur.
Við söknum hans svo sárt og vonum að hann sé uppi í hamstrahimnaríki alheilbrigður og er að horfa niður til okkar og vonandi álásar hann okkur ekki fyrir slæmu örlögin hans…
All I really need is love, but a little chocolate now and then doesn't hurt!