ÁÐUR EN ÞIÐ LESIÐ, VINSAMLEGAST ATHUGIÐ:
Í þessari grein minni lýsi ég misþyrmingu á dýrum. Þessi misþyrming er að gerast um víða veröld. Ég bendi á nokkur video þar sem dýrum er hræðilega misþyrmt, en ef þú lest bara textann ættiru að geta skilið þetta án þess að verða meint af.
Hvorki ég né Hugi.is ber ábyrgð á skaðsemi vegna þessarar greinar. Þú lest hana á eigin ábyrgð
Síðan ég sá þetta ógeðslega hræðilega myndband með littla svarta hvolpinn blöskraði mér hræðilega. Ekki hefði mér dottið í hug að fólk gæti verið svona grimmt. Ef þú hefur ekki séð þetta myndband þá mæli ég ekki með því að fólk fari að leita að þessu. Eftir þetta fór ég að leita mér upplýsinga um þetta og sá fljótt myndband frá PETA, samtök í BNA sem berjast gegn misþyrmingu dýra.
Myndbandið sýndi mér hvernig væri farið með hænur á stórum býlum og á leið til slátrunar. Eftir þetta myndband áttaði ég mig á því hvað getur verið hræðilegt að vera dýr. Hænurnar eru látnar dúsa í marga mánuði í risastóru húsi með mörg hundruð annara hæna. Þær voru fóðraðar með korni sem þær sumar átu og átu liðlangann daginn. Þarna inni dóu margar hænur úr hjartaslagi og víðáttubrjálæði. Sumar voru látnar éta svo mikið urðu of þungar fyrir fæturna á sér og gátu ekkert hreyft sig sem leiddi til þess að þær fengu ekkert að borða það sem eftir var og dóu. Svo er þeim staflað eins og sementspokum upp á stóra vörubíla og þar er svo þröng að sumar hverjar geta ekki andað. Eftir margra klukkustunda akstur voru sumar svo sterkar að þær náðu að lifa þetta af. Bein hæna eru svo hrikalega aum svo margar þeirra eru margbrotnar og líf þeirra sem eftir er er því virkilega hvararfult og hræðilegt. Það er farið með þær inní stórt sláturhús og haus þeirra hengdur á einhverskonar loftfæriband (hanga niður). Þar eru margar hverjar lifandi…svo byrjar affjörðunin. Beinbrotnar og hangandi eru rifnar af þeim allar fjaðrir. Þegar þær loksins fá að deyja er skorinn af þeim hausinn.
Ef þú værir í þessum sporum væri hinsti draumur þinn að fá að deyja.
Þetta myndband er hægt að nálgast á www.petatv.com, það heitir “Meet your meat”
Næst þegar þú færð þér kjúkling, hugsaðu um þetta.
-
Allir vita að Kína er hræðilega fátækt land…það bitnar á fólkinu en ekki síður dýrunum
Hægt er að sjá á www.PetaTV.com, myndband sem þú sérð nákvæmlega hvernig er farið með dýr með mikinn,dýrann feld (refir og fleiri dýr).
Ef þú vilt sjá þetta, www.petatv.com og farðu í China's Fur Farms.
Svona í lokin:
-
Video með nokkrum staðreyndum og góðum lokaorðum:
http://video.google.com/videoplay?docid=6259554794157044793&q=animal+cruelty
-
Video sem byrjar dramantískt og endar svo með mönnum úr dýraverndunarsamtökum að bjarga dýrum.
-
Ef þið viljið sjá fleiri myndbönd um þessi málefni mæli ég með
-Video.google.com og leita að Animal Cruelty ,
-Google.com ef þú vilt leita að dýraverndunarsamtökum,
-Petatv.com ef þú ert að leita að myndböndum sem sýna hvernig dýrum er misþyrmt á þessari plánetu og lið sem berst gegn þessari misþyrmingu.