Hafið þið, þegar þið voruð yngri, átt skrítin gæludýr? Þá er ég að meina ánamaðka, randaflugur, geitungar, fiðrildi, járnsmiði og ýmislegt sem flestir fullornið kalla “ komiði þessu út úr húsi núna!”

Ég hef átt um milljón gæludýr, venjuleg og óvenjuleg. Ég á það til að tína upp randaflugur með brotna vængi eða sem geta ekki flogið, sett þær í opna krukku og gefið þeim sykurvatn og tínt helling af blómum of oftast eru þær flognar í burtu daginn eftir :)

Nýjasta gæludýrið mitt er núna klifujurt en ég má ekki eiga gæludýr enda er von á þriðja og fjórða barninu á heimilinu í haust og herbergið mitt er ekki nógu stórt til að vera með páfagauk. Reyndar gengur bara vel með blómið. Ég fékk það sem nokkur fræ og lét þau spíra en drap eitt við genabreitur en ég tróð kremi inn í fræið og ætlaði að athuga hvort það myndi ilma eins og kremið. ( “Moonstar” ) Annað klippti ég í sundur til að sjá hvað var inni í því ( sem olli mér vonbrigðum að vera ekkert annað en hart hvítt drasl ) og það drapst samstundis af slysförum. Þegar þrjú voru spíruð, öll sem voru ekki dauð, setti ég þau í blómapott og beið eftir að þau komu upp og vökvaði þau reglulega.
Þegar tvö voru komin upp gat ég ekki beðið eftir því þriðja og togaði það upp með blýanti úr moldinni og sleit það óvart. En núna eru komnar tvær dökkgrænar plöntur upp úr moldinni og eru komin með um fimm laufblöð hvor og eru 10 - 15 cm. á lengd. Þar sem þetta er klifurjurt er ég með stöng í pottinum og blómin ( reyndar ekki blómstrandi ) halla í áttina að henni og eru í klessu. Nú er nóg komið af blóminu.

Svo hef ég átt 2 ketti, einn dó þegar hann lenti undir öskubíl þegar ég var um tveggja til þriggja ára en hinn dó úr þunglyndi ( við létum lóa honum ) þegar hann var fjögurra ára en ég 11 ára. Ég hef líka átt 6 fugla. Ég man ekki hvað tveir hétu en ég og pabbi minn áttum þá. Annar var grænn en hinn blár og græni dó eftir að hann datt úr loftinu en hann gat varla flogið og þá gáfum við hinn í gæludýrabúð því hann var svo einmana. Svo átti ég bláan fugl sem hét Flögri og fékk það nafn því honum fannst svo gaman að flúja. Hann dó einsárs gamall úr hræðslu við seinni köttinn minn. Þá fékk ég annan fugl sem hét Tweetee og var gulur. Ég fékk hann sem unga og hann var ekki farinn að fljúga og nýbyrjaður að borða venjulegan fuglamat. Ég átti hann í 4 eða 5 ár en svo var hann gefinn í gæludýrbúð þegar pabbi minn flutti til Hollands ásamt öðrum bláum fugli sem hét Rósi en við héldum að hann vær kelling og átti að heita Rósa. Hann áttum við í 2 eða 3 ár. Svo má ekki gleyma Stjána. Snilldar páfagaukur sem festi sig á puttann á pabba í gegnum rimlana í gæludýrabúðinni og vildi alls ekki fara af svo við keyptum hann. Hann var brjálæðislega gæfur og arhyglissjúkur. Einu sinni var pabbi að passa eina mús fyrir systur sína og var með hana á stofuborðinu að tala við hana þegar Stjáni sem var ekki í búrinu kom og ýtti til hennar og gargaði ásakandi á pabba, kallandi á athygli. Hann dó svo í höndunum á mér úr elli en hann var orðinn máttlaus og gubbandi og hinir tveir, Tweetee og Rósi, léku sér að því að hrinda honum af prikunum.

Ég hef líka átt þrjár mýs. Mjöll, Kolbrúnu og Dröfn. Mjöll dó úr elli þegar hún var 3 ára ,held ég, og ég hélt á henni þegar hún gaf upp öndina. Hinar tvær voru gefnar frænku minni sem átti eina aðra mús sem hét Mús. Þær dóu báðar eftir að hafa verið með æxli á mismunandi stöðum í nokkurn tíma.

Þetta eru öll gæludýrin sem ég hef átt fyrir utan fiðrildi sem dó daginn eftir að ég veiddi það, trilljón randaflugur og um 50 síli. Ég er mikil gæludýrastelpa og elska dýr og er frekar einmana þegar það er ekkert dýr á heimilinu, þá á ég við kött, fugl eða mús o.s.frv. Þó kemur ekkert í staðin fyrir góða vini sem ég á auðvitað og það sérstaklega bestu vinkonu mína Unni Sesselíu sem hefur átt heima í Danm0rku í næstum ár en flytur heim í byrjun ágúst og ég er að fara að heimsækja hana eftir tæpan mánuð.
( 7.júlí )

ENJOY !
just sayin'