Hér kemur fróðleikur um hýenur.
——————–
Hýenur er fáskipt ætt rándýra. Eina tegundin í
Crocuta- ætthvísl er Blettahýena. Það eru tvær
tegundir af hýenum í Hyaena- ætthvísl. Þær eru
Rákahýena og Brúnahýena. Hýenur eru dálítið
hundslegar útliti. Sérstaklega höfuðsvipurinn.
En innri líkamsbygging þeirra leiðir í ljós að
þær eru skyldar þefköttum. Blettahýenan er
stærst hýenanna og allfrábrugðin hinum í
líkamsbyggingu.
Hýenur lifa í hópum allt 80 - 100 saman. Þó eru
þessir stóru hópar laustengdir. Oft fara dýrin
einfara á veiðar. Á landsvæðunum þar sem fæðu-
framboð er nokkuð jafnt allan ársins hring skipta
þær með sér landsvæði.
Kvendýrin eru stærri en kardýrin. Kerlingin
beitir valdi sínu töluvert mest til að vernda
hvolpana. Því það kemur fyrir að kardýrið ræðst
á þá og étur, en líka skerst hún í leikinn t.d.
þegar ágreiningur verður um það hver eigi að fá
besta bitann. En oftast ríkir þó jafnræði á
flestum sviðum milli kynjanna. T.d fara þau saman
á veiðar og skipta feng sínum oftast í mesta
bróðerni. Áður héldu menn að hýenur lifðu
eingöngu á hræjum og leifum frá öðrum rándýrum.
Þær voru tákn hins ógeðfellda hrædýrs. Sú skoðun
byggist á athugun. Að degi til, þegar menn sáu
hýenur oft liggja á hræjum af stórgripum, sem
þeir töldu víst að stærri rándýr hefðu fellt.
En nú hafa orðið gerbreytingar á þeim viðhorfum,
einkum vegna rannsókna hollenska dýrasérfræðingsins
Hans Krauk í Austur-Afríku. Hann komst að því
að þær voru afar duglegar að afla sér matar. Þær
eru einhverskonar úlfar hitabeltisins, og hún er
ekki hrææta því hún lifir eingöngu á dýrum sem
hún hefur veitt.
Hlakkandi köll hýenanna á næturna draga að önnur
rándýr t.d ljón, sjaklaka og villihunda. Þeir
síðarnefndu bíða álengdar þangað til að hýenurnar
hætta að éta, í von um að þær skilji eitthvað
eftir, en oft ráðast ljónin á hýenurnar og hrekja
þær í burtu, en það fer eftir því hversu stór
hópurinn af hýenunum er. Hýenur er oft snjóhvítar
af fosfati og kalki. Þetta sýnir hvað bein eru
mikilvægur þáttur í mataræði þeirra. Í Harar í
Eþjópíu er úrgangur gefinn hýenum reglulega.
Það er þjóðartrú tengd hýenunum; gefa á hýenunum
einusinni á ári heilan. Innfæddir hafa gert samning
við hýenurnar, þar sem þær heita því að verða ekki
mannfólki til bana.
Meðgöngutími hýena er eitthvað um 95 - 110 dagar.
Venjulega eru ungarnir tveir en geta stöku sinnum
verið þrír til fjórir.
Ráka- og brúnahýena tilheyra báðar sömu ætthvísl
og eru líkar um margt. Á báðum þessum tegundum er
kirtilpoki við kynfærin með daunillum vökva, líkt
og á skunki.
——————–
Upplýsingar um hvaðan heimildir voru
fengnar hafa glatast.
Allar stafsetningarvillur sem hér birtast eru á
ábyrgð forsætisráðuneytisins.
Evdoxus.