Komið þið sæl
Ég hef verið að endurstilla áhugamálin mín og ég hef verið að reyna að leita að einhverju sem landbúnaður getur talist. Ekkert hef ég fundið þó grandskoðun hafi vissulega átt sér stað.
Þannig er mál með vexti að ég er “bóndi” (bóndasonur) og það kæmi sér vel fyrir mig og aðra í sömu stétt að hafa eitthvað til að dunda sér við í frístundum, þó það væri ekki nema á milli mjalta. Því dettur mér í hug hvort stjórnendur og áhugamálaeftirlitsmenn gætu séð aumur á okkur bændunum og sett upp áhugamál þess efnis. Þarna væri hægt að tala um allt milli heima og geima þó svo framarlega að það komi landbúnaði við. T.d. mjólkurverð, gæðastýringu og jafnvel um okkar ástkæra Guðna Ágústsson. Dettur mér einnig í hug margar góðar skoðannakannanir sem gætu verið þarna, en þær myndu þá koma síðar.
Nú er aðalástæða fyrir því að ég skrifa þetta í flokknum “dýr” sú að yfirleitt er landbúnaður tengdur dýrum, þó vissulega séu til önnur afbrigði landbúnaðar.
Vona ég svo að lokum að þetta komist til skila til hæstráðenda og óska öllum góðs gengis í framtíðinni.