Rautt þvag.
Þvag kanína er í mörgum litum, frá hreinum gulum til brúnt til ljós rautt. Þetta er yfirleitt ekki alvarlegt nema að auka merki er til staðar eins og að sitja og rembast til að pissa, missi á matarlyst eða hita. Þannig að þegar þú sérð rautt þvag ekki missa þig. Haltu bara augunum opnum fyrir öðrum merkjum sem gætu gefið í skyn að það væri frekara vandamál. Ef þú efast, þá geturu látið dýralækni athugað hvort að það sé blóð í þvaginu.
Amoxicillin hætta.
Aldrei láta dýralækni gefa kanínunni þinni amoxillin. Það er bleikur vökvi bóluefni sem lyktar eins og tyggjó. Amoxillin er mjög hættulegt fyrir kanínur. Og það hefur drepið fleiri enn það hefur hjálpað. Öll pensilín-skild lyf geta verið hættuleg fyrir kanínuna þína, svo reyndu að finna þér dýralækni sem er vel lærður um örugg kanínu bóluefni, og þekkir svipuð lyf sem eru öruggari lyf eins og Cloramphenicol, Tetracycline, sulfa-lyf svipað og Septra eða TMS, eða enrofloxins eins og Baytril eða Cipro.
Greni og furu afklippur.
Þetta er mjög slæmt fyrir kanínur og önnur gæludýr. Þetta getur komið að stað lifraskemdum í kanínum og minni dýrum. Notið lífrænt undirlag í pissuboxið og setjið dagblöð í búrið.
Tennur.
Tennur í kanínum geta verið vitlausar. Það þýðir að stöðugur vöxtur tannanna á kanínum eru ekki að eyðast almenninlega. Ef þetta er slæmt, þarf að klippa tennurnar reglulega svo kanínan geti borðað. Dýralæknirinn þinn getur gert það fyrir þig eða getur sýnt þér hvernin á að gera það heima við. Yfirleitt á þetta bara við framtennurnar enn einstaka sinnum eru þetta líka jaxlarnir. Merki um þetta er ef að kanínan slefar. Ef það er málið mun kanínan þurfa að láta dýralækni minnka þær reglulega.
Hárboltar.
Kanínur fara úr hárum á 3 mánaða fresti. Annað hvert skipti er minna enn eftir þrjá mánuði er það mjög mikið. Þetta er mikilvæg ástæða í dauða kanína. Þú þarft að greiða og bursta kanínuna til að losna við hár af þeim þegar að þær byrja að fara úr hárum. Kanínur snyrta sjálfan sig eins og kettir og munu neita mikið af lausum hárum, sem þau geta ekki ælt eins og kettir geta. Út af þessu, fyrir utan reglulega snyrtingu þurfa þær stöðugt að hafa aðgang að fersku heyi daglega, útaf því að trefjarnar hjálpa þeim að láta hárin fara í gegnum meltingakerfið. Þú getur einnig gefið kanínunni þinni efni eins og köttum sem kemur í veg fyrir þetta eins og Petromalt eða Laxatone einu sinni í viku þetar að þau eru ekki að fara úr hárum og daglega þegar að þær eru að fara úr hárum. Og að lokum daglega líkamsrækt sem er mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir hárbolta.
Aðgerðir.
Vertu viss um að kanínan þín sé við góða heilsu áður enn valinn aðgerð er gerð. Mat og vatn á ekki að taka frá kanínunni kvöldið fyrir aðgerð! Öll breyting í matarháttum getur komið viðkvæma meltingakerfinu í uppná og komið að stað vandamálum í aðgerðarbata. Ein ástæða þess að sumir dýralæknar mæla með að taka mat dýranna frá fyrir aðgerð er sá möguleiki að þær munu æla. Kanínur geta ekki ælt svo að það er ekki til að hafa áhyggjur af. Auk þess sem sumir læknar haf áhyggjur af því að skera þær upp á fullum maga. Enn því miður mundi það taka magann um 3-4 daga að tæmast og þá mundi kanínan vera dauð. Svo að ekki fasta kanínurnar ykkar fyrir aðgerð.
Eftir aðgerð skaltu vera viss um að kanínubúrið sé hreint, og athugaðu skurðinn daglega til að gá að bólgu eða rifu. Gerðu allt sem þú getur til að fá kanínuna þína til að borða aftur eins fljótt og mögulegt er eftir heimkomu. Til að hvetja hann til að borða aftur getur þú haft margar tegundir af góðgæti, á meðal þess að hafa hans venjulega mat og hey. Ef kanínan þín hefur ekki borðað 48 tímum eftir aðgerð skaltu tala við dýralæknirinn.
Bakteríu sýking.
Fyrstu merki um sýkingu geta verið leki í nefi eða augum, stundum hár hiti, stundum skrítinn hljóð úr lungunum eða köfnunarhljóð. Það er mikilvægt að fara til dýralæknis við fyrstu einkenni um einhverja sýkingu kemur fram, þar sem að þær eru mun auðveldlegri að lækna því fyrr sem þú ferð mað hann. Baktería sem þú gætir heyrt um er Pasteurella. Þetta var stórt vandamál, enn með nýjum bólusetningum, er þessi bacteria oftast útrýmd. Og ef ekki alveg eidd, getur því verið stjórnað með notkun á langtíma bóluefni. Flest einkennin eru lýst sem mjög algeng fyrir margar tegundir af bakteríu svo að það er mikilvægt láta dýralæknin athuga hvað er nákvæmlega að til að lækna það.
Meltinga vandamál.
Eftirfarandi einkenni er nauðsynlegt að fara til dýralæknis strax. Niðurgangur—eins og í mennsku barni, niðurgangur hjá kanínum getur verið banvænn. Kanínur hafa margar tegundir af niðurgang, ef hann er blautur og lyktandi er auðvelt að greina hann. En það er til fínna form af niðurgangi (sem er ekki jafn mikilvægt og blautur niðurgangur) er þegar kúkurinn lítur út fyrir að vera eðlilegur enn “kremst” þegar að þú kemur við eða sópar hann upp. Þú getur líka séð “klumpa” niðurgang. Það er þegar að þær eru endalaust að kúka blautum kúkum ásamt venjulega kúknum. Önnur merki til að vara sig á eru hávær maga hljóð, litlir eða óreglulegir kúkar eða engin kúkur yfir höfuð. Farðu til dýralæknis ef einhvað af þessum einkennum koma fram. (Dýralæknar greina oft vitlaust vandamálið og halda að það sé hárbolti).
Höfundur: Sandi Ackerman.
Heimildir: http://www.rabbit.org/faq/sections/medical.html
Þýðandi: Erla Björk.