Ætli það sé ekki soldið sniðugt. :)
Ég á kött sem heldur að hann heiti Kisa og svarta, nafnlausa mús. Músin er orðin gömul og ég þarf að fara að gefa henni nafn áður en hún fer til músahimna, því ef mús deyr nafnlaus fer hún til músahelvítis. Sem er ansi harkalegt, finnst mér…
Þó að kötturinn sé alltaf feitur og saddur og má gera hvað sem hann vill er músin ekki eins glöð. Ég er hrædd um að hún sé orðin þunglynd.
Hún hleypur aldrei í músahjólinu sínu og kemur bara út úr glerflöskunni sinni til að fá sér að éta. Ástæðan er að fyrir stuttu lést meðleigjandinn, Megas, sem var grá og lífsglöð mús. Ég hef heldur ekki verið nógu dugleg að leika við nafnlausu músina, eða þrífa búrið hennar.
En það á vonandi eftir að breytast, því í gær fattaði ég að músin hefur ekki átt nógu ánægjulegt líf og ég ætla sko að bæta úr því. Við eigum alveg helling af búrum og af einhverjum völdum býr nafnlausa músin í minnsta búrinu sem er bara á einni hæð. Ég ætla að setja hana í flottasta búrið, sem er á fjórum hæðum, gefa henni músasúkkulaði og tala og leika við hana á hverjum einasta degi.
Svo þarf ég auðvitað að flytja hana í herbergið mitt þó hún skjóti sagi og músakúk út um allt og það sé ekkert pláss í herberginu.
Núna býr músin í horni á ganginum sem er alveg fáránlegt, því vitleysingur að dulnefninu Hundaskítur (ég nefni engin nöfn) er alltaf að hrista búrið og hrella veslings músina.
Ég vona að svona bætist líf litlu, svörtu músarinnar minnar, því ég þoli ekki að horfa á lítil dýr vera óhamingjusöm.
Ég vil benda á að þetta er alveg sönn saga og ekkert hefur verið breytt eða bætt.
Allt sagt með hálfri virðingu.