ég á 2 hamstra sem heita Píla Pína og Tóti Sóti.
Þau eru algjörar dúllur en það eru smá vandamál…..

Hún Píla hún er orðin alveg rosalega æst hún er eiginlega alltaf vakandi og í hjólinu hlaupandi útum allt og þannig lagað hún er bara nýlega byrjuð áð vera svona og ég er hrædd um að ég sé ekki alveg að standa mig. Hvað getur verið að henni???

Svo er hann Tóti sem er algjör dúlla. Hann er samt dáltið veiklaður. ég og systir mín sáum hann í dýrabúðinni og gátum ekki annað en tekið hann að okkur og hugsað um hann. hann varð undir hjá mömmu sinni(varð útundan) og fékk ekki nóg að borða. ég og systir mín erum búnar að vera reyna að fita hann en ekkert gengur. Svo er hann alltaf að þrífa síg og að klóra sér og er alltaf
sofandi. kemur aðeins út til að fá sér að borða og aftur inn að sofa. svo er hann með eitthvað lítið´kýli á fætinum. hann er alveg rosalega aumingjalegur en samt ein mesta dúlla í heimi.

Já þannig er það. Ef þið vitið hvað er að þá endilega deilið því. ég ætlla samt að fara með þau til dýralæknis bráðlega og vona að það kemur einhvað gott útúr því.

Kveðja Peachgirlz