Ég er námsmaður erlendis og hef á námstímanum eignast kisu. Bráðum kann að fara að líða að því að maður snúi til baka til Íslands sem hefur þá í för með sér að kisi þarf að gista í einangrun í Hrísey í heillangan tíma með miklum kostnaði.
Mig langar að grennslast fyrir um reynslusögur af vist dýra í Hrísey, hvort heldur um ræðir hunda eða ketti eða önnur dýr. Ég vil endilega að þeir sem eitthvað þekkja til segi mér frá aðstæðum í Hrísey.
Helstu spurningar sem brenna á mér eru þessar:
-Fá dýrin nægilegt rými til að hreyfa sig, og hefur þá hvert dýr sitt svæði eða hafa þau sameiginlegt útivistarsvæði? (og er það svæði þá þrifið milli dýra?)
-Hversu stórt svæði hafa lítil- og meðalstór gæludýr til að búa á? Eru þau geymd í búrum eða hafa þau eitthvert stærra svæði til að spóka sig um?
-Fá dýrin einhver atlot, umhyggju og félagsskap utan lágmarks fóðrun og snyrtingu?
-Hafa einhverntíma komið upp tilfelli um alvarlega dýramsitsjúkdóma í einangrunarstöðinni? Og hvað er þá gert? Er öllu lógað eða er aðgreining dýranna það mikil að engar líkur eru á smiti þeirra á milli?
-Hvernig hefur það farið með andlega velferð dýra að gista í einangrunarstöðinni? Verða þau fyrir einhverjum andlegum miska við ferlið sem fylgir því að flytja til Íslands og vera fjarri eigendum svo lengi?
-Mér skilst að einangrunartíminn hafi nýverið verið styttur úr 6-8 vikum í 4 vikur. Veit einhver hvað olli þeirri breytingu?
-Ef maður flytur inn fleiri en eitt dýr, s.s. tvo ketti eða hunda, sem þekkjast og eru góðir mátar, er þeim þá haldið aðskildum í stöðinni, eða fá þau að njóta samvista hvors annars? -Og er nokkuð veittur einhver magnafsláttur?