Í febrúar 2003 fékk ég þá flugu í höfuðið að fá mér snigil. Ég skrapp í Fiskó í Kópavogi og keypti mér einn fallegan snigil á 990 kr. og búr fyrir hann á (held ég 1000 kr.) Ég nefndi hann Snúlla Snigil. Snúlli er núna orðinn um 3x stærri en daginn þegar ég fékk hann og hann óx fljótt uppúr búrinu sínu svo að ég þurfti að kaupa mér stærra búr. Það þarf að passa að hafa búrið hreint, hafa smá vatn svo hann þorni ekki upp, hafa steina á botninum sem hann skríður um í og hafa mat hann lifir aðallega á káli og allskonar grænmeti og ávöxtum (það er ótrúlegt hvað hann stækkar fljótt og étur mikið). Ég skal viðurkenna að sniglar eru ekki skemmtilegustu dýr í heimi en það má samt hafa gaman að þeim.
Fólk hefur oft verið hissa þegar ég segist eiga snigil sem gæludýr en það er oft gaman að sýna hann.