Ég heilsa ykkur.

Mig langar til þess að fræða ykkur örlítið um refi með þessum texta.

————————
Það er talið að refir hafi fyrst borist til Íslands með hafís frá Grænlandi og Jan Mayen. Selir og refir hafa eflaust haft hér aðsetur frá ómunatíð en þriðja tegundin, rostungar, hefur gist landið öðru hvoru.
Í aldanna rás hafa refnum verið gefin mörg nöfn svo sem refur, tófa, melrakki, lágfóta, skolli, dýr o. s. frv. Refurinn er lítið dýr, nokkru minni en Íslenskur hundur en talsvert stærri en meðalstór köttur. Hann hefur langt og afarloðið skott og geysisterkan kjaft sem er þéttsettur beittum tönnum. Refurinn er mjög sterkur og þrekmikill, miðað við stærð. Hann getur hlaupið hratt og lengi. Hann heyrir mjög vel og er lyktnæmur svo að undrum sætir en hann sér ekki eins vel. Meðalstór refur mun vega um 3 - 4 kílo.
Refir eru mjög lagnir við veiðar, einkum á rjúpum og hagamúsum, og þeir leggja til atlögu við dýr sem eru langtum stærri og sterkari en þeir. Þeir geta veitt fullorðnum sauðkindum svo mikla áverka með biti sínu að það dragi þær til dauða. Sagt er að þeir þreyti þær þar til þær verða uppgefnar. Bíta þeir kindina þá jafnan í snoppuna svo að hún mæðist af blóðmissi. Síðan bolgnar munnur og kok svo að kindin getur hvorki bitið gras né drukkið vatn. Þá bíður hennar dauðinn. Þetta gerist einkum þegar móðirin ver lömb sín. Þegar refir hafa náð sér í svo stóra bráð að þeir geta ekki flutt hana heim í heilu lagi lima þeir hana í sundur og flytja í hlutum.
Karldýrið er nefnt refur en kvenndýrið læða. Eftir meiri eða minni kynni fara dýrin að eðla sig. Þau eiga jafnan 4 - 6 afkvæmi sem kallast yrðlingar. Kvenndýr með yrðlinga nefnist grenlægja. Er líða fer á meðgöngutíma grenlægjunnar, sem er 7 og hálf vika, verða þau meira saman og leita sameiginlega að hagkvæmum dvalarstað sem kallaður er greni eða tófugreni. Þegar refir hafa leitt út hefst kennslan. Stundum fylgja sumir yrðlingarnir grenlægjunni og aðrir refnum en stundum heldur öll fjölskyldan hópinn. Menn telja að kennslutímabilið fari oft fram á haust en þá eru yrðlingarnir orðnir færir um að afla sér fæðu. Þegar landnámsmenn fóru að rækta sauðfé og geitur byrjaði baráttan við refum. Elsta veiðiaðferðin var að veiða refi í gildrur. Dýrabogi var annað veiðitæki í baráttunni við refina. Fyrst voru notaðir dýrabogar úr tré og síðan voru fluttir inn stáldýrabogar sem voru mjög sterkir. Síðan en ekki síst voru fluttar inn hermannabyssur til refaveiða. Refirnir herjuðu á fjárstofnabænda, einkum um sauðburð á vorin, og þess vegna vildu bændurnir eyða og veiða þessu vitru og slóttugu dýr.
Hér hef ég nefnt lítið eitt um refi. Að lokum þykir mér gáfulegt af þeim að naga af sér fótinn þegar þeir lenda í refagildrur af því að þar er betra að frelsast heldur en að deyja.
————————

Ég kveð í bili,
Evklíð