Naggrísir Sagan
Naggrísir eru vinsæl gæludýr, og eiga ættir sínar að rekja til Suður-Ameríku.
Talið er að þeir hafi fylgt manninum mjög lengi eða allt frá 1000 – 500 árum f.kr. Því mega naggrísir teljast til elstu húsdýra hans.
Það eru til 14 tegundir af naggrísum, en þau dýr sem haldin eru fyrir gæludýr eru komin af tegundinni Cavia Cutleri sem lifir í grasi vöxnum blíðum Andesfjallanna. Upprunalega voru naggrísir notaðir til matar, en sienna einnig til fórna. Enn í dag halda ættflokkar Indíána í Andesfjöllunum naggrísi sem heimilisdýr og ganga þeir um lausir hjá þeim í litlum hópum. Ekki er vitað hvenær naggrísir bárust til Evrópu, en seint á 15. öld, skömmu eftir fund Ameríku, koma fram lýsingar af þeim í Evrópskum ritum. Naggrísir þóttu snemma heppilegir sem tilraunadýr og hafa verið notaðir í þeim tilgangi allt frá 1810.

Alæti
Naggrísir eru í eðli sínu hlédræg og taugaóstyrk dýr. Séu þeir truflaðir eða áreittir, flýja þeir eða fela sig, og erfitt verður að handsama þá, því þeir þeytast á ógnarhraða um búrið. Naggrísir eru auðtamdir og aðlagast manninum vel, en mislíkar að láta bögglast með sig, eða láta flytja sig úr stað. Við það geta þeir létst svo um munar, en náð sér þó á tvemur sólarhringum.

Æxlun
Kvendýrin verða kynþroska 30 – 45 daga, en karldýrin 60-70 daga. Eigi að para naggrísi er best að það sé gert þegar kerlingin er 3ja mánaða, því að þá er minni hætta á erfileikum í fæðingu hafi hún að hún hafi ekki náð fullri líkamsþyngd og mjaðmagrindin ekki vaxin endanlega saman. Naggrísir fæða allt árið um kring þó hægst geti á gangferlinum í svartasta skammdeginu. Meðalfjöldi unga í goti eru 3-4, sem getur valdið því að allir fái ekki nóg að drekka, þar sem kerlingin hefur einungis 2 spena. Ungarnir fæðast fullburða með sjón og feld, og éta strax frá fyrsta degi. Ungana má taka frá móðurinni þegar þeir nálgast 4 vikna aldur, og vega um180 grömm.

Fóðrun.
Naggrísir eru nokkuð auðveldir í fóðrun,ef maður man þessi 2 atriði.
Nr.1 – Þeir framleiða ekki c-vítamín, og þarf því að gefa þeim eina barna c-vítamín töflu á dag (barna c-vítamín fæst í öllum apótekum).
Nr.2 – Þeir þurfa að vinna að fæðunni eins og þeir séu villtir með því að mylja niður grófmeti til þess að fá næga næringu.
Að mylja/naga grófmeti brýtur niður í þeim tennurnar, og því er grófmeti nauðsynlegt fyrir þá, þar sem tennurnar vaxa endalaust.

Naggrísir ættu alltaf að hafa hjá sér hey. Einnig þurfa þeir naggrísafóður.

Naggrísir ættu að fá nóg af fersku grænmeti og ávöxtum til þess að fullnægja c-vítamín þörfinni. Þeir éta yfirleitt það sama og við en þó má ekki gefa þeim mikið af salatsblöðum né spínati vegna þess að það hefur lítið næringargildi og það er eitrað fyrir naggrísi. Uppáhals naggrísa er yfirleitt: epli, gulrætur, blaðselja, melónur (líka börkinn) hvítkál*, blómkál stönglar og tómatar*.

*Þessi listi er þýddur af ensku yfir á íslensku, og þar segir að naggrísir megi fá hvítkál og tómata, ég hef heyrt að þetta sé allgjört eitur fyrir naggrísi, og þess vegna myndi ég ekki treysta þessum lista 100% en ég hef heyrt að það sé óhætt að sjóða hvítkálið og kæla það, og þá má gefa naggrísunum það.

Flestar plöntur sem vaxa á blómlauki eru yfirleitt eitraðar fyrir naggrísi, svo ekki gefa þeim neitt af því. Kartöflur eru einnig skaðlegar. Naggrísir eru jurtaætur og ætti þess vegna ekki að gefa þeim kjöt.

Naggrísir vita yfirleitt hvað er gott fyrir þá og einnig hve mikið er gott fyrir þá en samt skal aldrei gefa þeim plöntur sem eru skaðlegar og reyndu því að halda þig við þær plöntur sem þú veist að eru óskaðsamar.

(Þýtt af síðunum http://www.pimms-pages.co.uk/feeding.html og http://www.aracnet.com/~seagull/Guineas)
It's a cruel world out there…