Ég sendi þetta bréf til Sveppa í 70. mín eftir þáttinn í gær þann 6. ágúst eftir fáránlega tilraun sem hann framkvæmdi!

Ég:

Ég vil bara benda ykkur á að það sem að þið, öllu heldur Sveppi, gerðuð erhægt að kæra ykkur fyrir!!! Mér finnst þetta svívirðilegt og hryllilegt!Það að athuga hvort að fiksur gæti lifað í bjór er heimskulegasta tilraunin til þessa! Og hvernig datt ykkur það í hug að fiskurinn gæti lifað í bjór! Þið
sem að takið nú yfirleitt tillit til dýra var þetta algjörlega
andstyggilegt. Ég veit nú ekki hvort að þetta var gömul tilraun en ég var að sjá þetta í þættinum ykkar þann 6.ágúst 2003 og ef þið afsakið ykkur ekki í þættinum og með tölvupósti, fer ég með þetta málefni til dýranefndarinnar…..! Svo er mér kunnugt að það er bannað að drepa dýr í
sjónvarpi nema með fáum undantekningum! Mér hefur ekki verið greint fá því hvort þið hafið talað við dýranefndina, en ef þið hafið þá biðst ég innilegra afsökunnar. En ef þið haldið að ég sé að gera eitthvað mikið mál út af einum gullfisk, þá er þetta nú samt dýr! Fiskar eru samt lifandi verur
rétt eins og við, þó að þeir séu aðeins heimskari, með minni heila og minni en við þá eru þeir lifandi. Myndir þú vilja láta einhvern mann taka þig með risa skeið og athuga hvort að þú myndir lifa í sýru? Ef þú spáir í þetta þá
var þetta nú frekar asnalegt af þér að gera.
Ég vil einnig koma því á framfæri að ég er ekki einhver 40 ára kerling sem að hefur brennandi áhuga á dýrum! Dýr eru fallegar verur með undantekningum, þ.e. köngulær, skordýr og önnur slím dýr!

Vinsamlegast biðjist afsökunnar í beinni í þættinum 70.mínútur á
sjónvarpsstöðinni Popptíví

Takk fyrir mig og þátturinn ykkur er frábær :) fyrir utan þessa tilraun!


Sveppi:

Mér þykir það leitt að þú skulir taka þetta svona nærri þér, en það var ekki ætlunin að særa neinn. En ég veit ekki betur en að ég hafi séð dýr drepin í sjónvarpi og bara síðast í gær en þá var verið að sýna myndir frásjómönnum og þeir voru með 48tonn af fisk sem þeir tóku og drápu. Og svo er þetta selt til þess að við getum lifað. Ég viðurkenni það fúslega að þetta var heimskuleg tilraun, og svona í fljótu bragði get ég ekki bent þér áneina gáfulega tilraun. en þetta er okkar hlutverk. Við erum bara að reyna að vera skemmtilegir og búa til skemmtilegt efni og þetta var eitt að því.
Takk samt fyrir bréfið, og endilega haltu áfram að horfa!
kv
sveppi

Ég svaraði svo:

Þakka þér fyrir að svara mér, en ég veit nú um þetta með sjómennina en það er til þess að við getum fengið eitthvað að borða, en við borðum nú yfirleitt ekki gullfiska nema í neyð! En ég er sammála þér með að þú getur ekki bent mér á neina gáfulega tilraun, enda yfirleitt hlæ ég eins og vitleysingur yfir þessu :) En já, þetta var bara svona ábending og ég ætla að biðja þig um að gera þetta ekki aftur, ekki bara með fisk heldur öll önnur dýr.
Kv.
ég