Sælt gott fólk, í þessari grein(ritgerð) ætla ég að segja ykkur það sem að ég veit um minkinn, greinin er í ritgerðar formi, þannig að þetta er ekki alveg hefbundin grein, en enjoy :D.









1. Formáli.
Í þessari ritgerð verur fjallað á almennan háttu um lifnaðarhætti minksins.
Ritgerðinni er skipt niður í kafla.

1. Formáli
2. Inngangur
3. Sagan
4. Lýsing
5. Lifnaðarhættir minka
6. Fæða minksins
7. Tjón af völdum minks
8. Lokaorð.

Heimilda er getið aftast.


2.Inngangur.
Minkurinn tilheyrir marðarætt sem er stærsta ætt rándýraættbálksins, með 63 núlifandi tegundir.
Marðarættinni er skipt í fimm undirættir.
Stærst þeirra er Musteline með 33 tegundir í 10 ættkvíslum, þ.á.m. ættkvíslina Mustela en til hennar teljast 16 tegundir.
Þeirra á meðal er minkurinn Mustela vison.
Minkurinn hér á landi á uppruna sinn í N-Ameríku og gengur undir nafninu ameríski minkurinn, en í Evrópu er önnur tegund sem kölluð er evrópski minkurinn(Mustela luterola).
Þessar 2 tegundir eru mjög líkar, enda eiga þær sameiginlegan forföður sem að lifði í Asíu.
Helsti munurinn á þeim er að sá evrópski er mun minni og er með hvíta bletti á kvið, höku og vörum.






3.Sagan.
Minkurinn varð ekki hluti af íslenskri náttúru fyrr en hann var fluttur hingað inn árið 1931 þegar þrem dýrum var komið fyrir á loðdýrabúi Grímsnesi.


Ári seinna voru 75 minkar fluttir inn og um leið stofnsett annað minkabú á Selfossi.

Talið er að fyrsti minkurinn hafi sloppið strax árið eftir að fyrstu dýrin komu til landsins.

Minkurinn sem býr yfir mikilli aðlögunarhæfi, var fljótur að koma sér fyrir í íslenskri náttúru og fyrsta grenið fannst árið 1937 við Elliðaárnar, síðan hefur hann breiðst stöðugt út. Nú er hann að heita má um allt land.

Árið 1940 var ákveðið að greitt skyldi fyrir veidda minka og þannig hefur það haldist til þessa dags.





4. Lýsing.
Minkurinn er rándýr. Karlminkurinn er oftast kallaður höggni eða steggur en kvendýrið læða.
Úti í náttúrinni er högninn oftast um 1200 grömm að þyngd og um 60 cm að lengd.
Læðan er helmingi léttari og um 50 cm löng.
Minkar í loðdýrabúum eru nokkuð stærri og þyngri.

Minkurinn er stuttfætt dýrmeð tiltörulega langan háls og búk.

Höfuðið er frammjót og eyrun smágerð.
Lengd skottsins nemur um 44% af búklengdinni.
Gangþófar eru á tám og iljum en iljarnar eru að öðru leiti þakktar hárum.
Milli tánna eru himnur sem svipa til sundfita.
Minkar eru gífurlega hraðsyndir, kemur það sér vel til að ná bráðinni.
Villiminkar hér á landi eru yfirlit dökkbrúnir á lit.
Algengt er að liturinn lýsist og upplitist eftir því sem lengra líður frá háraskiptum en þau eru á vorin og haustin.

Feldurinn er gerður úr þéttum grábrúnum þelhárum og löngum vindhárum, sem hafa þann eiginleika að hrinda frá sér vatni, þannig að minkurinn blotnar aldrei inn að skinni þegar að hann syndir í vatni.

Vetrarfeldurinn er mun þykkari og hlýrri en sumarfeldurinn og verðmætustu skinnin eru af minkum með fullvaxinn vetrarfeld.
Minkar eru yfirleitt með hvítan blett eða flekki á neðri kjálka sem stundum nær niður að framlöppum en meira er um þetta hjá steggjum en læðum.


5. Lifnaðarhættir minka.
Kjörlendi minka er yfirleitt við sjávarsíðuna eða við ár, læki, vötn og vötn inn til landsins, enda sækja þeir þangað stóran hluta fæðunnar.
Þegar þeir kafa í ám og vötnum, kafa þeir á móti straumnum og láta hann þrýsta sér niður að botninum.
Minkar verða kynþroska á fyrsta ári.
Fengitíminn byrjar í mars og stendur fram í apríl.
Meðgöngutíminn getur hlaupið á bilinu 39-76 daga, að meðaltali er hann 50 dagar.
Ástæðan fyrir því að meðgöngutíminn er mislangur er sú að læðan getur frjóvgast nokkrum sinnum á fengitímanum.
Frjóvguðu eggin geymast í legi móðurinnar til loka fengitímans.
Þá fyrst fara öll eggin að vaxa og hvolparnir fæðast allir samtímis og eru allir jafnvel þroskaðir.
Læðurnar gjóta í greni, sem fóðrað er með sinu, fiðri, plasti, o.fl. og staðsett er í urðum, hraunjöðrum, sjávarkömbum, gömlum hleðslum, tóftum eða garðrotum skamt frá sjó eða vatni og með mörgum útgönguopum.
Oft liggja einhver op frá greninu út í vatn neðan við vatnsborð.
Gotið er yfirleitt í maí, venjulega 3 til 12 hvolpar en að meðaltali um 7.
Þeir eru um 8 grömm að þyngd, blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu 5 vikurnar en að því búnu fer læðan að veiða handa þeim.
Sjón og tennur fá þeir tveggja-þriggja vikna.
Hvolparnir fara að veiða með móður sinni tveggja mánaða gamlir.
Karldýrin koma ekki nálægt uppeldinu.
Hvolparnir vaxa hratt og ná fullti stærð á fyrsta hausti, þeri yfirgefa móður sína ekki seinna en í september og fara að bjarga sér á eigin spýtur.

Minkurinn helgar sér land,“óðul” eins og margar aðrar rándýra tegundir og merkir sér með þvagi og skít.
Sérstakur kirtill við endaþarmsopið framleiðir lyktarefni, sem loðir meðal annars við minkaskít.
Þeir nota lika þetta lyktarefni sér til varnar, sé ráðist á þá, þetta er afar óþæginleg lykt.
Á fengitímanum hætta steggirnir að verja land en leita uppi sem flestar læður.
Eftir fengitímann fara þeir aftur að verja landsvæði, oft annað en það sem yfirgefið var fyrir fengitímann.
Læður eru taldar verja óðul allan ársins hring.
Óðalstærð er háð landgæðum á hverjum stað, enkum framboði á fæðu og fylsknum, minkar gína ekki yfir stærri svæðum en þeir nauðsynnlega þurfa, því óðalsvarnir eru tíma-og orkufrekar.


6. Fæða minksins.
Minkurinn lifir mest á fiski sem hann veiðir í fersku vatni eða sjó, einnig veiðir hann fugl, tekur egg og unga úr hreiðrum.
Hann veiðir smá krabbadýr, þanglýs og marflær svo og hagamýs og bú hunangsflugna sem hann grefur upp.
Fæðu úr gróðurríkinu étur minkurinn ekki nema óviljandi.
Oftast veiðir minkur sér sjálfur til matar, stundum rekast þó á fjörurnar dýr sem minkar hika ekki við að leggja sér til munns, þótt þeir hafi ekki veitt þau.


7. Tjón af völdum minks.
Beint fjárhagslegt tjón er m.a. fólgið í því að minkar éta seiði frá fiskeldismönnum en í stærri vatnakerfum er hæpið að minkur geti ofveitt fiskistofna.
Stundum drepa minkar ali fugla heim á bæjum og taki minkar sér bólfestu í þéttum varplöndum nytjaðra fuglastofna flýja margar fuglategundir svæðið.
Það tjón sem minkur er sagður hafa valdið á lífríki landsins hefur lítið verið rannsakað hér.
Villiminkur er réttdræpur hvar sem hann er.
Verðlaun eru veidd fyrir að drepa hann og sérstakir veiðimenn eru víða ráðnir til að fara um þau svæði þar sem búast má við mink.
Til þess að fá verðlaunin greidd fyrir veiddan mink þurfa veiðimenn að framvísa skottinu af honum.



8. Lokaorð
Ástæða þess að ég valdi mér þetta efni er að afi, pabbi og bróðir minn hafa allir verið minkaveiðimenn svo mig langaði til að fræðast um þetta dýr.
Þetta hefur verið fróðlegt og skemmtilegt verkefni og ég orðið margs vísari og sé það frá fleiri sjónarhornum og efasemdir komið upp um skaðsemi þess, þetta er bara nokkuð áhugavert dýr.
Minkur hefur oft verið litinn hornauga í lífríki landsins.
Fáir efast um að það voru mistök að flytja hann hingað en betur mætti athuga hvað miklum skaða hann veldur.


Heimildir.
1. Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson Villt íslensk spendýr Hið Íslenska Náttúrufræðifélag. Landvernd Rvk. 1993
2. Stefán Aðalsteinsson Villtu spendýrirn okkar Bjallan hf. Rvk 1987
3. Vefsíða: http://www.fva.is/~lif223/Skjol/finnur.html
4. Vefsíða : http://www.nat.is/Spendyr/minkurinn.htm