Ég hef átt Tieo í næstum 3 ár, og nú fyrir ári kom upp ofnæmi á heimilinu og hún var flutt út í garð. Hún tók upp á því að grafa sig út eftir að við vorum með kanínu unga í pössunn sem hafði þann ósið að brjótast út úr öllu!!! Já ég skrifaði hafði því með góðum aga tókst að lokum að venja hana af því. En Tieo lætur ekki segjast svo auðveldlega. við hrúguðum steinum allan hringinn í girðingunni svo hún gat ekki grafið sig út auðveldlega. Girðingin var þá hálfur meter á hæð svo hún stökk yfir. Við hækkuðum girðinguna í hvert skipti og nú er hún orðin einn og hálfur meter!!! og hún stekkur en yfir!!! Hingað til hafa nágranarnir ekkert slæmt um hana að segja og hefur fundist gaman að fylgjast með henni, því grimmara dýr finnst ekki í öllu hverfinu. Hún er alltaf ljúf við fólk en glefsar aðeins laust í mig og urrar ef henni er illa við einhvern. En komi köttur inn í garðinn er hún um leið stokkin yfir og á eftir kettinum. Hún ríkur í alla hunda ef ég er með hana í bandi og stendur víst í þeirri trú að hún sé Sheffer varðhundur og að hún ráði við allt.
En núna allt í einu fynnst kallinum kanínan vera til vandræða (hann er svo smámunasamur að hann hundskammaði krakkana við hliðina á mér, 6-7 ára gamla, fyrir að missa boltan inn í garðinn og ættla að sækja hann), hann skammast svo mikið að ég þoli hann ekki lengur!!! og ég er frekar þolinmóð en þegar hann fór að krefjast þessað við tækjum hana inn eða losuðum okkur við hana var mér nóg boðið. Ekki hef ég sagt neitt þó hundur sem er stundum laus hjá þeim skíti í garðinn og angri Tieo!!! Hann hirðir ekki um að losa sig við starrana sem eru með hreiður hjá honum og reyna ár eftir ár að troðast inn til okkar!!!

Því spyr ég getur hann kvartað og krafist þessa af okkur Tieo???

Kv. Regí.
-