Fyrir rúmun tvem árum þá fékk ég mér stökkmús ég kalliði hann Mikka. Í síðasta mánuði þá fékk hún heilablóðfall og varð lömuð öðrumegin svo hún gat hvorki drukkið né borðað sjálf svo ég þurfti alltaf að gefa henni vatn. En þetta gat ekki haldið svona áfram og ég vissi að hún væri að þjást mikið svo ég talaði við dýralækninn og hún sagði að það gæti kostað allt uppí 5000 kr að láta svæfa hana!
Hvernig er heimurinn orðin það er svo dýrt að fara með dýr til dýralæknis að sumir þurfa að láta þau þjást því þau hafa ekki efni á því að fara með þau til lækns. Veik dýr þjást alveg jafnmikið og við mennirnir en þau gata bara ekki sýnt það jafnvel. Mér finnst að það ætti að lækka verð á lyfum dýra.