Stuttu eftir atvikið sem ég skrifaði grein um sem heitir hamstranir mínir var send inná dýr gerðist þetta: Ég lét búrið á háan skáp því þá væru hamstranir hræddari að hoppa. Tveimur dögum eftir fór ég að gefa hömstrunum, eftir það fór ég í tölvuna. Eftir smá stund heyrði ég eithvað skrítið hljóð ég leit í kring um mig en sá ekki neit en fattaði að líta á hamstrabúrið þá sá ég að það var opið en það voru bara 2 slopnir, mamman og einn lítill ungi. Ég fór strax að leita ég fann næstum mömmuna strax undir skrifborðinu, lét hana strax í búrið og lokaði á eftir mér ég fór að leita en fann ekki neit. Næsta dag fór ég að leita ég leitaði út um allt en fann ekki neit ég leitaði undir pabbakössum bak við skápa undir öllum sófum og mörgum öðrum stöðum. Um kvöldið eftir erfiða leit fattaði ég að kannski hann gæti verið enn í búrinu ég fór að leita í húsinu undir saginu undir öllu bak við allt í hamstrabúrinu en bara sjö hamstrar í búrinu. Næsta dag fór ég að leita en hélt að þetta væri vonlaust kannski hafði hann farið út inn í eithverja litla rifu eða eithvað. En stuttu eftir fann ég eithverja ógeðslega lykt hjá einhverjum pappakössum ég fór að róta í þeim í von að sjá hamsturinn en ekkert var þar. Næsta dag hugsaði ég um að hamsturinn væri dauður og enn í dag er ég ekki einu sinni búinn að finna hann hérna með tilhugsunina að hann sé einhver staðar búinn að rotna sem ég finn (KANNSKI) bráðum :( !. En eitt veit ég, hann er dáinn :'( .
Takk fyrir
Kveðja, sopranos