Hef verið að íhuga að fá mér gæludýr undanfarið og eftir miklar pælingar og spekúleringar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rotta myndi henta mér best. Hef ekki pláss fyrir hund, þoli ekki ketti, hamstrar eru ferlega leiðinleg kvikindi, fiskar ennþá leiðinlegri og ég er ekkert fyrir fugla.
Rottur eiga hinsvegar að vera gæfar og góðar sem gæludýr, eru “interactive” og hægt að kenna þeim trix og svona.
Vandamáli er bara að ég veit ekki um neinn sem ræktar rottur á Íslandi. Þætti mjög vænt um ef þið gætuð bent mér á einhvern sem ræktar og selur rottur.
Ethorg