Ég var að fá svar frá landbúnaðarráðuneytinu. þar spurði ég hvort að einhverjar breytingar væru væntanlegar í sambandi við gæludýrainnflutning(ég er nefnilega að spá í að fara að flytja inn gæludýr(kött))og eins spurði ég hvort að einhverjar breytingar væru í aðsigi í sambandi við flutning á stöðinni eða eitthvað ogþetta var svarið sem ég fékk


Hér í ráðuneytinu eru tvær reglugerðir sem varða fyrirspurn þína á
lokastigi vinnslu. Í fyrsta lagi heildar reglugerð um innflutning
gæludýra, hunda, katta, skrautfiska, búrfugla o.fl. en slík heildar
reglugerð hefur ekki verið sett fyrr.
Þessi nýja reglugerð byggir á
áhættumati vegna innflutnings gæludýra sem
Guðni Ágústsson ákvað skömmu
eftir að hann kom í ráðuneytið að láta gera.
Þessi nýja reglugerð tekur á
öllum þáttum sem varða innflutning gæludýra og einangrun.
Krafist verður mun vandaðri undirbúnings dýranna áður en þau koma til landsins og þar af
leiðandi er gert ráð fyrir að hægt verði að stytta einangrunartíman.
Hin reglugerðin varðar útbúnað einangrunarstöðva.
Slík reglugerð hefur ekki verið til og er forsenda þess að hægt sé að opna fyrir það að reist verði
önnur eða fleiri einangrunarstöðvar fyrir hunda og ketti.
Gert er ráð fyrir að báðar þessar reglugerðir taki gildi um miðjan þennan mánuð.