
Eins og stendur er ég með kanínuna í baðinu heima hjá mér en ég hef enga aðstöðu til að vera með greyið, ekkert pláss og engan garð. Ég ætla því að biðla til sannra dýravina á Huga og athuga hvort þeir hafi áhuga á að taka að sér þessa kanínu. Þetta er að ég held strákur, dálítið stór, hvítur og alveg ægilega góður, rólegur og kelinn, greinilega gæludýr. Eru ekki einhverjir hérna sem eiga kanínur og vilja bæta einni við eða langar í eina?
Ég er búin að hringja í allar dýrabúðir og hafa samband við dýralækna en menn vísa hver á annan og enginn virðist geta gert neitt fyrir þetta litla grey. Ef þetta eru ekki hundar eða kettir þá virðist sem enginn hafi áhuga á að bjarga dýrunum og að þau megi bara eiga sig. Ég er í stökustu vandræðum og ef ég finn engan sem vill taka hann að sér þá er ég hrædd um að ég neyðist til að fara með hann í Öskjuhlíðina, sem af tveimur slæmum kostum er skárri en Elliðaárdalurinn þar sem það er jarðhiti í Öskjuhlíðinni. Ég vona innilega að til þess þurfi ekki að koma.
Þið sem hafið áhuga getið svarað hér á Huga og/eða sent póst á hvitakanina@hotmail.com.