hesta, hunda og ketti. Honum þykir alveg ofboðslega
vænt um dýrin sín, þó aðallega hundana. Þessi maður
á 3 hunda, þeir voru fjórir, en þannig er mál með vexti,
að hann getur ekki hugsað sér að lóga dýrunum sínum.
Hundurinn sem só var orðinn fjörgamall, grindhoraður,
blindur og heyrnalaus, og maðurinn lét hann veslast
upp og deyja- hefði ekki verið betra að lóga honum bara?
Og nú er það sama upp á teningnum. Hann á annann hund sem
er orðin fjörgamall, blindur og heyrnalaus,
og er að drepast úr hor, hægt og rólega.
Hundurinn þvælist um á vegum og hleypur út um allt,
sjónlaus, og maðurinn gerir
ekkert- talar bara um að “EITTHVAÐ ÞURFI
NÚ BRÁÐUM AÐ FARA AÐ GERA-” og ekkert gerist.
Hann missti 5 kindur eftir göngur í
haust lengst upp í fjallakletta.
hann fór að reyna að ná fénu aftur,
þá hrapaði það allt og drapst
allt saman, nema ein kindin.
hún var horuð og sennilega brotin, missti allar tennur í
fallinu nema tvær- og hann lét hana lifa, hún lifir enn,
og kvelst. Er þetta ekki BILUN??
Það er ekki gaman að minnast dýranna sinna svona, ég
persónlega vil minnast þeirra upp á sitt besta og sjá þau
fyrir mér hamingjusöm og í eðlilegum holdum.
Ég gæti ekki gert dýrunum þetta, að láta þau veslast upp.
Hvað finnst ykkur?
(Ég vil benda á það, að ég þekki manninn og
segi rétt og satt frá.)
kv Kaffibaun :)