Var að rifja upp einkar sorglegt atvik um daginn.
Í lok ágúst árið 2001 erum ég og vinkona mín á leið heim frá vini okkar (við búum í Seljahverfinu) þegar við rekumst á máv sem virkar frekar áttavilltur. Okkur fannst skiljanlega ekki við hæfi að skilja hann eftir þarna svo að ég fer úr peysunni og vef henni utan um hann. Vinkona mín, ráðalaus, hringir á lögregluna og spyr hvað skuli gera, þeir spyrja hana hvar hún sé og innan fimm mínútna er lögreglubíll mættur á svæðið. Tveir lögreglumenn komu, karl og kona. Það fyrsta sem að lögreglumaðurinn segir er það að það þurfi að lóga mávinum. Ég, grænmetisætan og dýravinurinn, mótmæli að sjálfsögðu, enda var allt í lagi með fuglinn, hann var einungis áttavilltur (það sáu allir). Þá hvessir hann augun og hótar mér öllu illu, ef ég skyldi ekki rétta honum fuglinn. Ég segi honum að það sé minnsta mál fyrir mig að taka mávinn með mér heim og fara með hann niður að sjó næsta dag en þá hótar lögreglumaðurinn að handtaka mig. Þetta endar á því að vinkona mín tosar mig í burtu og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Hann tekur þá fuglinn, snýr hann úr hálslið og hendir honum svo í nálæga ruslatunnu (á bakvið sólbaðsstofu).
Mér finnast þessar aðgerðir algerlega óviðunandi og það ætti að kenna lögreglumönnum sitthvað um tilveruréttindi annarra. Í fyrsta lagi hefur hann ekki tilskilin \“leyfi\” til þess að gera svona, í öðru lagi þá stórefa ég að hann megi framkvæma svona á almannafæri, í þriðja lagi; má hann hóta að handtaka mig þegar ég var eingöngu að koma með uppástungu um lausn?, og að lokum þá stóðu 3-4 krakkar skammt frá og sáu hvað fór fram.
Finnst ykkur þetta ásættanlegt?