Hvað er með þetta fuglaáhugamál, það eru komir 174 á listann síðast þegar ég gáði og ekkert gengur. Fullt af fólki er við það að gefast upp á að bíða og finnst mér það ekkert skrýtið.
Það er búið að senda beiðni til vefstjóra en ekkert svar, það finnst mér lélegt. Ef stjórnendur huga vilja ekki setja upp þetta áhugamál ættu þeir að láta vita í staðinn fyrir að hunsa okkur alveg. Það er lágmarkið!
Ég held að fuglaáhugamálið yrði mjög virkt, alveg jafn virkt og hin dýraáhugamálin. Fullt af hugurum á fugla af öllum stærðum og gerðum og fuglar eru mjög algeng gæludýr.
Þannig ég hef verið að spá, af hverju að gera ekki eitthvað í þessu? Þar sem allir virðast vera að gefast upp af hverju ekki að byrja bara upp á nýtt, það hefur ekki verið tekið eftir okkur fram að þessu þannig eitthvað verður að gera.
Ég veit ekki alveg hvernig á að snúa sér í þessu en ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá látið flakka og berjumst fyrir fuglana okkar!!

Vonandi gengur þetta í þetta skipti

Sweet :)
Játs!