Sjófuglar við Ísland

Inngangur
Ég er mjög hrifinn af fuglum og hef gaman að fræðast um þá. Skilningur minn hefur vaxið til muna á hinum fjölskrúðugu tegundum og ættum fugla eftir að hafa skrifað þessa ritgerð. Gott verkefni og ég er heppinn að hafa valið svona skemmtilegt efni.

Meginmál
Sjófuglar eru mjög áberandi við Ísland og telja ákveðnar tegundir milljónir einstaklinga og sumar þeirra eiga sín stærstu búsvæði í heiminum hér við land. Þá hafa sjófuglar öldum saman verið drjúg matarkista, ekki síst þegar harðindi hafa dunið yfir landið og búfénaður fallið úr hor.
Sjófuglar þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

1. Fuglarnir afla fæðu sinnar að öllu leiti úr sjó.
2. Varpstöðvar eru við sjó.
3. Fuglarnir ala allan sinn aldur á sjó nema þann tíma sem þeir dvelja á varpstöðvum.

Fleiri einkenni sjófugla má nefna:
Þeir eru fremur langlífir, eru fastheldnir á varpstöðvar og sýna trygglindi við maka sinn (nema við framhjáhald). Flestir verpa aðeins einu eggi nema Teista sem verpir tveimur og Skarfur fjórum til sex. Flestir sjófuglar verpa í sérstökum byggðum.
Sjófuglar eru ólíkir innbyrðis. Lögun og gerð fóta og nefja er mjög misjöfn eftir því hver fæðan er og hvaða aðferðum þeir þurfa að beita við að fanga hana. Sumir sjófuglar þurfa að kafa eftir fæðu sinni en aðrir ná henni á yfirborði sjávar.

Sjófuglunum 14 er skipt í eftirfarandi þrjá flokka:
1. Pípunefir: Skrofa, Gráskrofa, Hettuskrofa, fýll, sjósvala og stormsvala.
2. Árfætlur: Súla, dílaskarfur og toppskarfur.
4. Svartfuglar: Álka, langvía, stuttnefja, haftyrðill, teista lundi og Geirfugl (dáinn út en tel hann samt með vegna þess að ég skrifa um hann).

Skrofa
Skrofan er Sjófugl og af ætt pípunefja. Hún er friðuð og verpir hér en fer á veturna. Náskyld hettuskrofu og gráskrofu Á latínu heitir hún Puffinus Puffinus. Skrofur sjást sjaldan nálægt landi nema á varptímum. Stofn stærð um 7.000 til 10.000 pör og er alfriðuð. Skrofur éta aðalega sandsíli, síld og smokkfisk.

Hettuskrofa
Hettuskrofan er sjófugl af ætt pípnefja og náskyld skrofu og gráskrofu. Hún er friðuð en verpir ekki hér og er farfugl. Á latínu heitir hún Puffins gravis. Stofn hennar hér við land er óþekktur.

Gráskrofa
Gráskrofa er sjófugl og er af ætt pípnefja. Hún er náskyld hettuskrofu og skrofu. Hún er friðuð og verpir ekki hér og er farfugl. Á latínu heitir hún Puffins griseus. Stofnstærð hennar er óþekkt.

Fýll
Fýll er sjófugl að ætt pípnefja. Hann er farfugl að mestu og verpir hér. Hann er friðaður hluta úr ári. Á latínu heitir hann Fulmarus glacialis. Að sumri til eru hér um 1 til 2 milljónir para af fýlum en á veturna um 1 til 5 milljónir fugla.

Sjósvala
Er sjófugl og af ætt pípnefja. Hún er farfugl og verpir hér. Hún er friðuð hér við land. Á latínu heitir hún Oceanodroma leucorrhoa. Stofn hennar er hér að sumri til um 80.000 til 150.000 pör. Hún étur smáfiskaseiði og krabbadýr.

Stormsvala
Stormsvala er sjófugl af ætt pípnefja. Hún er farfugl og verpir hér og er alfriðuð. Stormasvalan er náttfugl, það er hún er ekki á ferli yfir varptímann nema að næturlagi, og er því ekki algeng sjón. Á latínu heitir hún Hydrobates pelagicus. Stofn hennar að sumri til er um 50.000 til 100.000 pör en talning stofnsins er erfiðleikum bundin þar sem hún er náttfugl og verpir auk þess í holur. Stormsvala étur smáfiskaseiði og krabbadýr.

Súla
Súla er sjófugl og er af árfættluætt. Hún verpir hér og er farfugl að mestu en sumar súlur eru hér allt árið um kring. Á latínu heitir hún Sula bassana. Að sumri til er stofn hennar hér um 25.000 pör en á veturna frá 100 til 1000 fuglar. Eldey er langstærsta súlubyggð við Ísland og með þeim stærstu í heiminum.

Dílaskarfur
Dílaskarfur er sjófugl af árfættluætt. Hann er staðfugl og verpir hér. Hann er friðaður hluta úr ári. Á latínu heitir hann Phalacrocorax carbo. Stofnstærð hans að sumri til er um 2500 pör en á veturna 10.000 til 20.000 fuglar. Dílaskarfar éta marhnút, kola, spretttfisk, þorsk, steinbít og loðnu. Dílaskarfur er algjörir mathákur og dílaskarfur hefur sést með 45 sm fisk í kjaftinum.

Toppskarfur
Toppskarfur er sjófugl af árfættluætt. Hann er staðfugl og verpir hér á landi. Hann er friðaður hluta úr ári. Á latínu heitir hann Phalacrocorax arestotelis. Stofnstærð hans er að sumri til 8000 til 8000 pör en á veturna frá 30.000 til 40.000 fuglar.

Álka
Álka er sjófugl af svartfuglaætt. Hún er staðfugl að mestu og verpir hér á landi. Hún er friðuð hluta úr árinu. Á latínu heitir hún Alca torda. Stofninn telur að sumri til um 400.000 pör en á veturna er stofnstærðin 300.000 til 600.000 einstaklingar. Álkur éta bæði fiska og hryggleysingja.

Langvía
Langvían er sjófugl af svartfuglaætt og er að mestu staðfugl. Á latínu nefnist hún Uria aalge. Á sumrin telur stofninn um 990.000 pör en að vetri 4000.000 til 5000.000. Langvían er fiskæta líkt og ættingjar hennar. Hún var öldum saman einn helsti nytjafugl Íslendinga.

Stuttnefja

Stuttnefjan er sjófugl af svartfuglaætt og er að mestu farfugl. Hluti stofnsins dvelur hér á vetrum. Á latínu heitir hann Uria lomvia. Hann er varpfugl við Ísland og er friðaður hluta úr árinu. Stofnastærð að sumri til eru 580.000 pör en að vetri til 1000.000 fuglar.

Haftyrðill
Haftyrðillinn er langminnstur af ætt svartfugla, 21 sm að lengd. Á árum áður var stofn haftyrðils við ísland stór líkt og nú gildir um aðra svartfugla en á síðustu áratugum hefur hann nánast horfið. Sú breyting er rakin til veðurfarsþátta. Einungis er vitað um eitt varp á síðustu árum sem fer fram á flugvellinum í Grímsey. En á vetrum dvelja við landið 1000 til 10.000 fuglar. Á latínu nefnist haftyrðill Alle alle.

Teista
Teistan er sjófugl af svartfuglaætt og er að mestu staðfugl Hún er varpfugl við Ísland og er friðuð hluta úr árinu. Á latínu kallast teistan Cepphus grylle. Að sumri til er stofninn 30.000 til 50.000 pör en veturna 50.000 til 100.000 fuglar.

Lundi
Lundi er sjófugl af svartfuglaætt. Hann er bæði farfugl og vetrargestur. Hann verpir allt í kringum landið og grefur sér holur í jarðveg sem er nærri sjó. Unginn nefnist pysja. Lundinn er friðaður hluta úr árinu en er mikið veiddur til manneldis. Stofninn hefur farið vaxandi og telur nú um 2000.000 til 3000.000 milljónir para á sumri til en á veturna frá 100 til 10.000 fugla. Á latínu nefnist lundinn Fratercula arctica.

Geirfugl
Geirfuglinn, sem telst til svartfugla, hefur verið útdauður síðan 1844 þegar síðustu fuglarnir voru drepnir við Eldey. Helsta ástæða þess að tegundin dó út var að fuglinn var stór, 75 sm á lengd og 5 kg og var því drjúg búbót fyrir veiðimenn. Þá var hann auðveld bráð þar sem hann var bæði gæfur og ófleygur. Helstu varpsvæði þeirra við landið var á óaðgengilegum útskerjum. Ætlað er að varpstofn við Ísland hafi aldrei verið stór, hugsanlega fáeinn hundruð para. Íslendingar eiga einn uppstoppaðan Geirfugl sem varðveittur er á Náttúrugripasafni Íslands. Þeirri hugmynd hefur skotið upp kollinum að klóna Geirfuglinn en því miður er ekki búið að gera það enn sem komið er.



Fuglar eru merkileg dýr. Það er búið að vera mjög fræðandi að skrifa og lesa um sjófugla. Ég tel að mannfólkið ætti að bera virðingu fyrir fuglum og fara vel með þá. Áður en þið gerið eitthvað við fugl eða eitthvert dýr skulið þið setja ikkur í spor dýrsins.