
Eftir nokkra daga var ég ekki að fatta hvað hann skyldi heita. Ég vildi ekki að hann hét einhverju týpísku nafni eins og Trítill. Svo heyrði ég lag í botni úr græjunum. Pabbi hafði sett engann annan en kónginn sjálfann, Elvis. Ég sá að dverghamsturinn var að fíla Elvis kallinn í botn og lék illum látum í búrinu. Hann hljóp í hjólinu þótt að það væri dagur, hann beit í rimlana á búrinu og klifraði upp húsið sitt. Út af þessari hrifningu dverghamstrins á Elvis átti hann að heita Elvis.
Síðustu tvö ár hefur Elvis og ég verið bestu vinir. Þótt að hann átti það til að kúka á mig. En núna fyrir einni viku, gerðist dálítið hræðilegt. Það var fjölskylduboð heima hjá mér. Litla frænka mín var með hann í fangi sér og stóð við útidyrahurðina. Þegar frændi minn opnaði hurðina, stökk Elvis úr fangi frænku minnar og hlj´p út á götu. Þá kom fólksbíll á fleygiferð og keyrði yfir hann.
Dagarnir án hans hafa verið hræðilegir. Hann var jarðaður daginn eftir og það var rosalega mikið fólk þarna til að votta honum ást sína.
R.I.P.
Elvis 2001-2003