Íslenski hundurinn er jafngamall búsetu á landinu. Litlu munaði að hann dæi út og voru einungis nokkrir hundar eftir þegar hafist var handa um markvissa ræktun hans árið 1967.
· Íslenski hundurinn naut hylli hefðarfólks í Evrópu og var þó nokkuð fluttur út, sérstaklega á miðöldum.
· Í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum eru nokkrir hundar í heimsókn annað slagið. Þeir eru í eigu starfsmanna garðsins og fá að kíkja með í vinnuna. Ástæðan er sú að gestir geta fengið upplýsingar um viðkomandi hundategund hjá eigendum þeirra. Þær tegundir sem hafa verið í garðinum undafarið eru Irish Setter, Border Collie og Dobermann.




· Landselir og útselir kæpa við Ísland, en meðal þeirra tegunda sem flækjast hingað úr Íshafinu eru hringanóri, vöðuselur, kambselur og blöðruselur.
· Litur á selum er dökkur, steingrár, eða gulgrár á baki og með þéttum dökkum eða ljósum dílum. Á hliðum og kviði er hann ljósgrár en liturinn getur verið breytilegur eftir árstíma, kynferði og aldri.
· Selir eru spendýr eins og við mannfólkið og því með heitt blóð. Ólíkt fiskum, sem hafa aðlagast köldu vatni með köldu blóði, hafa selir þróað með sér annars konar vörn við kuldanum, fitu.
· Selir eru miklir sundkappar og geta verið í kafi um 20-30 mínútur í einu án þess að koma upp og anda.





· Íslenski kötturinn hefur fylgt manninum allt frá landnámi. Íslenska kattarkynið hefur haldist nokkuð vel í gegnum tíðina en nú í dag er orðið svo mikið um innflutning á köttum að einhver blöndun hefur átt sér stað.
· Í gamla daga var kötturinn mikið nytjadýr á Íslandi. Hlutverk hans var að halda rottum og músum frá híbýlum manna.
· Í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum er reynt að sýna öll íslensk húsdýr og eru kettirnir engin undantekning. Eins og flestir vita þá fer kötturinn sínar eigin leiðir og því tilviljun háð hvort hinn almenni gestur sjái kettina í garðinum. Þeir búa með starfsfólkinu í skrifstofuhúsnæði garðsins og una sér þar vel meðal ljósritunarvéla og skrifborðsstóla.




· Ræktun á kanínum hefur verið lítil hér á landi en fyrir 15 árum hófu nokkrir bændur að rækta angórukanínur sem aukabúgrein.
· Kanínur eru nagdýr og eyða töluverðum tíma í það að naga ýmsa hluti. í fyrstu mætti halda að þær hafi einvörðungu gaman að því en þetta atferli er ekki síður mikilvægt fyrir þær. Ef ekki kæmi til nagsins þá myndu tennur þeirra vaxa stöðugt.
· Ýmis not er af kanínum en má þó helst nefna kjöt og feld, en einnig eru hárin nýtt af angórukanínum.
· Auðvitað má ekki gleyma að nefna skemmtagildið en kanínur eru þekktar fyrir það að gleðja lítil (og stór!) hjörtu.






· Hreindýr voru flutt til landsins á seinni hluta 18. aldar. Í stofninum eru nú um 3.000 fullorðin dýr og eru aðalheimkynni þeirra á Austurlandi.
· Öll hreindýr fella hornin einu sinni á ári.
· Hreindýr eru með mjög skjólgóðan feld og eins og hjá refum eru hárin hol að innan sem einangrar vel.
· Hreindýr eru jurtaætur og lifa því einungis á fæðu úr jurtaríkinu. Þeirra uppáhald eru fléttur og skófir, auk þess finnast þeim sveppir lostæti.





Kalkúnar eru ræktaðir á Íslandi í litlu magni og eiga sér ekki langa sögu í íslenskum landbúnaði.
· Kalkúnar geta orðið mjög miklir vexti og holdmiklir. Hanarnir eru ávallt töluvert stærri en hænurnar.
· Ræktaðir kalkúnar geta ekki flogið. Það er vegna þess að búið er að breyta líkamsgerð fuglanna með ræktun.
· Villtir kalkúnar geta hinsvegar flogið. Talið er að villtir kalkúnar geti náð allt að 80km/klst. flughraða.





Talið er að refurinn hafi borist til Íslands með hafís fyrir meira en 10.000 árum. Refurinn var eina landspendýrið með búsetu hér fyrir landnám, en hvítabirnir hafa eflaust komið hingað annað veifið er hafís bar að landi.
· Íslenski refurinn telst til refategundar er nefnist heimskautarefur eða fjallarefur. Ekkert dýr hefur þykkari feld en heimskautarefurinn, en talið er að hann þoli allt að 70 gráðu frost í logni.
· Heimskautarefurinn hefur aðlagast vel staðháttum á Íslandi og er stofnstærð hans u.þ.b. 3-4000 dýr.
· Tvö meginlitaafbrigði eru til. Annars vegar refir sem eru mórauðir allt árið og hins vegar hvítt litaafbrigði, sem er hvítt að vetri en mórautt að sumri. Mórauða afbrigðið er líklegra til þess að lifa við láglendi, oft við fjörur, á meðan hvíta afbrigðið lifir á hálendi.



ps.þetta tók ég útaf www.mu.is eða
www.husdyragardur.is
mjög góð síða!..