Iðraormar í hundum og köttum

Flestir gæludýraeigendur gera sér grein fyrir því að iðraormar geta valdið alvarlegum veikindum í dýrunum þeirra. Sýnileg sjúkdómseinkenni eru þó fá, en öllu algengara að iðraormar valdi duldum sjúkdómum eins og vanþrifum, kyrkingslegum vexti og minni mótstöðu gegn öðrum sjúkdómum.

Iðraormar eru mjög algengir og hvolpar og kettlingar fæðast með lirfur í líkamanum. Algengast er þó að hundar og kettir smitist á þeim stöðum þar sem mörg dýr venja komur sínar eða veiði þeir smádýr og éta.

Iðraormar eru hættulegastir hvolpum og kettlingum og ungdýrum því mótstaða þeirra er lítil. Ormarnir valda óþægindum og geta í verstu tilfellum leitt til sjúkdóms. Með aldrinum mynda dýr mótstöðu gegn iðraormum og sjúkdómseinkennin hverfa. Fullorðin, ormasmituð dýr eru stöðugir smitberar sem smita fóstur, hvolpa/kettlinga og önnur fullorðin dýr.



Orsök og smitleiðir
Smitandi lífhimnubólga (Feline Infectious Peritonitis, FIP) í köttum er ekki algengur kattasjúkdómur. Orsökin, kórónaveira, getur í besta falli fundist í heilbrigðum köttum án þess að vera sjúkdómavaldandi, valdið smávægilegum niðurgangi sem gengur fljótt yfir en í versta falli reynst kettinum banvæn, valdi hún smitandi lífhimnubólgu. Helsta smitleiðin á milli katta er með saur, saurmengað umhverfi og ílát, en einnig snerting milli katta.

Streituálag eykur móttækileika fyrir FIP
Allir kettir geta fengið FIP, en algengast er að kettlingar og ungir kettir á aldrinum 3ja mánaða – 3ja ári veikist svo og gamlir kettir. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að móttækileiki (næmi) fyrir FIP getur verið arfgengur, en ákveðin kattakyn virðast vera í meiri hættu á að fá sjúkdóminn. Má þar helst nefna burma-, síams- og persaketti. Aðstæður í umhverfi katta geta virkað hvetjandi á framvindu sjúkdómsins, einkum streita og streituálag og séu kettirnir smitaðir af kórónaveiru, aukast líkurnar töluvert á að þeir veikist af FIP. Tíðni smitandi lífhimnubólgu eykst í réttu hlutfalli við fjölda katta á heimili (meira streituálag); þ.e. því fleiri kettir, því fleiri veikir.

Einkenni
Einkenni lífhimnubólgu eru tvíþætt; annars vegar vökvakennd mynd með æðabólgum sem orsaka vökvasöfnun í holrými líkamans og hins vegar myndun bólguhnúða í líffærum, einu eða fleirum.

Greining
Það getur verið afar erfitt að greina sjúkdóminn, einkum þá mynd hans sem lýsir sér með bólguhnúðum í líffærum. Auðveldara er að staðfesta að um smitandi lífhimnubólgu sé að ræða, séu einkennin vökvasöfnun, enda verða kettirnir þá mjög kviðmiklir.
Smitandi lífhimnubólga er ólæknandi sjúkdómur.




Fjöldi og stærð svínabúa
Svínaræktin hefur tekið miklum breytingum á s.l. 20 – 30 árum. Svínabúum hefur fækkað en þau stækkað. Svínabúin á landinu árið 2002 eru rúmlega 30 talsins og á þeim samtals um 4.200 gyltur. Til samanburðar voru búin u.þ.b. 130 talsins í lok níunda og byrjun tíunda áratugs síðustu aldar.

Bættir búskaparhættir
Með stækkun svínabúanna hafa þau orðið tæknivæddari, heimablöndun fóðurs aukist, eiginsæðingar verið teknar í notkun inni á búunum svo eitthvað sé nefnt af þeim breytingum sem átt hafa sér stað. Einnig eru dæmi um að svínabændur hafi sérhæft sig og selji fráfærugrísi til annarra bænda sem ala þá upp til slátrunar, en það er nýmæli hér á landi.Með bættum búskaparháttum, fyrirbyggjandi aðgerðum og sérstökum aðgerðum ásamt innflutningi svína frá Noregi og Finnlandi hafa stórstígar framfarir átt sér stað í svínaræktinni. Sem dæmi má nefna að eldistími grísanna er nú mun styttri en áður og er algengt að eldisgrísum sé slátrað við 160 – 180 daga aldurinn samanborið við 200 – 220 daga aldur fyrir u.þ.b. 10 – 12 árum síðan.

Neysla svínakjöts
Neysla svínakjöts hefur aukist jafn og þétt eins og sést á meðfylgjandi súluriti. Þessi þróun hefur haldið áfram frá 1999. Heimild: Landssamtök sláturleyfishafa (Hagstofa Íslands/Árbók landbúnaðarins)




Kálfar - bakteríusýkingar í húð eða blóði

Ýmis slys geta valdið sárum í húð, sem sóttmengast og með því móti komast bakteríur inní líkamann. Algengasta og alvarlegasta sýkingin af þessum toga er sýking í ógróinn naflastreng. Oft geta myndast heiftarlegar sýkingar í naflastreng, sem valda hita og blóðeitrun. Oftar en ekki leiðir þetta til liðbólgna oft í fleiri en einum lið. Bakteríurnar setjast til í liðum þar sem blóðið nær ekki til þeirra og varnarkerfi líkamans er ófullkomið. Skemmdir verða á brjóski liðanna og erfiðlega getur reynst að drepa sýkinguna þegar hún er komin í liðina vegna þess að ekki næst viðunandi styrkir sýklalyfja í liðum vegna lítils blóðflæðis til þeirra. Sama hætta er á ferðum við eyrnamerkingu ef ítrasta hreinlætis er ekki gætt.



ps.tók þetta útaf dýr.is
góð dýrasíða farið endilega
inn á hana og þar er hægt að
fræðast mikið um dýr!..