Þetta var það fyrsta sem ég sá í mogganum í dag.
Ég veit ekki hvort það eru einhverjir sammála þessu en þetta finnst mér illa sagt. Þetta er eins og það sé verið að ásaka hana um að vera dáin.
Í íslensku á að segja að dýr séu dauð, en þegar menn deyja þá á að segja dáin/n eða látin/n.
Mér finnst þetta mjög leiðinlegt orð og það er bara ill meining um að dýr sé dáið. Maður myndi vera litin hornauga ef maður segði “amma mín er dauð” en ef dýrið manns er dáið og þú segir “Doggur er dauður” þá er það bara allt í lagi í augum sumra að segja það.
Mér finnst þetta orðalag í mogganum ekki gott. Mér finnst þetta hljóma eins og að sá sem gerði fyrirsögnina sé hreynlega glaður yfir því að hún sé dáin. Ég fékk bara fyrir hjartað við að lesa þetta, við erum dýr líffræðilega séð en við lítum á okkur sem einhverja æðri verur sem við erum ekki. Þetta orð “dauð” segir nákvæmlega það að við lítum stórt á okkur.
Þetta finnst mér bara hreynlega rangt í íslensku máli, “þegar dýr deyr á að segja, hundurinn er dauður, kötturinn er dauður o.s.fr.”
Þetta er bara niðurlæging mínum augum, og eflaust fleirra líka.
Vatn er gott