Ég átti afmæli í síðustu viku og fékk þá alveg frábæra afmælisgjöf frá kærastanum mínum … aðra kanínu :)

Ég fór því á stúfana að leita að annarri kanínu til að vera félagi hans Sebastíans, og fann hann Engil, rúmlega eins árs gamlan, geldan kanínustrák. Þar sem að Sebastían er líka geldur og bara ca. einu ári eldri en Engill hélt ég að það yrði bara allt í góðu lagi og þeir ættu eftir að verða góðir vinir. Þar hafði ég aldeilis rangt fyrir mér.

Fyrstu 2 dagana voru þeir reyndar alveg ógisslega sætir, hjúfruðu sig saman og kúrðu og sleiktu eyrun hvor á öðrum. Svo fór karlmannleikinn hins vegar eitthvað að segja til sín hjá Engli og hann fór að riðlast á aumingja Sebastíani (sem dýralæknirinn segir að sé vel þekkt hjá mörgum dýrategundum, þó þær séu geldar). Sebastíani var ekkert að líka það neitt sérstaklega vel og á endanum var hann farinn að bíta frá sér þegar Engill leitaði á hann. Engli fannst það náttúrulega ekkert nema ósanngjarnt, svo hann fór að bíta til baka og nú geta þeir ekki verið lausir saman öðruvísi en að allt fari í háaloft.

Þar sem að Sebastían er alveg “potty trained” og hefur alltaf fengið að vera alveg laus, þá er það Engill sem þarf að dúsa inni í búri allan daginn, fyrir utan ca. 1-2 klst. sem við hleypum honum út og sitjum yfir honum svo að Sebastían ráðist ekki á hann. Þegar Engill er inni í búri virðist Sebastían ekki vita neitt skemmtilegra en að sitja fyrir utan það og stríða honum með því að troða tríninu á milli rimlana, en Engill bítur hann bara í trínið til baka.

En ég er því hérna í vandræðum með tvær, dekraðar og frekar kanínur, sem getur ekki samið. Ef þið vitið um aðferð til að sætta þær þá ENDILEGA látið mig vita … og ef einhvern góðhjartaðan langar til að taka Engil að sér(hann er alveg óskaplega elskulegt kúrudýr) þá megiði líka láta vita af ykkur.

Kveðja,
Eva, Engill og Sebastían